Hoppa yfir valmynd

Heimastjórn Arnarfjarðar #3

Fundur haldinn í Muggsstofu, Bíldudal, 11. september 2024 og hófst hann kl. 16:30

Nefndarmenn
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) aðalmaður
  • Jón Þórðarson (JÞ) varamaður
  • Rúnar Örn Gíslason (RÖG) formaður
  • Valdimar Bernódus Ottósson (VBO) varaformaður
Starfsmenn
  • Arnheiður Jónsdóttir (AJ) sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Elfar Steinn Karlsson (ESK) byggingarfulltrúi
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari heimastjórna
  • Valgerður María Þorsteinsdóttir (VMÞ) menningar- og ferðamálafulltrúi

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fund og kannaði hvort athugasemdir væru við fundarboðið. Svo var ekki og formaður lýsti fundinn lögmætan.

Valdimar Ottósson boðaði seinkun á mætingu og Jón Þórðarson fyrsti varamaður sat fundinn í hans stað. Valdimar mætti á fundinn 18:30.

Almenn mál

1. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Tillögur og áherslur heimastjórnar Arnarfjarðar fyrir fjárhagsáætlun 2025 - 2029

Rætt um áherslur heimastjórnar Arnarfjarðar vegna fjárhagsáætlunar 2025 - 2029. Tillaga heimastjórnar verður lögð fram á næsta fundi til samþykktar.

    Málsnúmer 2406054 15

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Krosseyri. Deiliskipulag fyrir Heilsusetur

    Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir heilsusetur á Krosseyri. Tillagan var auglýst frá 25. mars til 6. maí 2024. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

    Fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Fyrir liggur uppfærð tillaga þar sem komið hefur verið til móts við umsagnir en eftirfarandi breytingar gerðar á tillögunni.

    Bætt var við umfjöllun um votlendi, samgöngur og fjölda gistirúma.

    Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Arnarfjarðar á 3. fundi sínum að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

    Heimastjórn Arnarfjarðar samþykkir tillögu að deiliskipulagi á Krosseyri og að málsmeðferð verði samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

    Samþykkt samhljóða.

      Málsnúmer 2205020 6

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Suðurfjarðagöng, jarðgöng undir Mikladal og Hálfdán

      Suðurfjarðagöng, undirbúningur jarðganga fyrir Mikladal og Hálfdán. Bókun heimastjórnar Patreksfjarðar frá 3. fundi 04.09.2024.

      Heimastjórn Arnarfjarðar tekur heilshugar undir bókun heimastjórnar Patreksfjarðar á 3. fundi hennar 04.09.2024 og heimastjórnar Tálknafjarðar á 3. fundi hennar 05.09.2024, um mikilvægi þess að hraða rannsóknum og undirbúningi fyrir gerð Suðurfjarðaganga. Íbúar á Bíldudal búa við verulegar takmarkanir á samgöngum yfir vetrartímann þar sem yfir 530 metra háan fjallveg er að fara á Hálfdán og oft erfið færð þar en sækja þarf alla neyðarþjónustu læknis og annarra viðbragðsaðila svo sem sjúkrabíls og slökkviliðs yfir þann fjallveg. Í því sambandi má benda á að sjúkrabílar í Vesturbyggð eru staðsettir á Patreksfirði og við bestu aðstæður tekur lágmark 30 mín. að komast til Bíldudals.Auk þess ítrekar heimastjórn Arnarfjarðar nauðsyn þess að tryggja öruggt aðgengi að sjúkraflugi á Bíldudalsflugvelli sem er sjúkraflugvöllur svæðisins.

      Samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 2409012 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Aðflugsljós á Bíldudal

        Aðflugsljós á Bíldudal og nauðsyn þess að þau verði sett upp sem fyrst.

        Heimastjórn Arnarfjarðar leggur mikla áherslu á að aðflugsljós við Bíldudalsflugvöll verði í forgangi við vinnu við samgönguáætlun vegna mikilvægis flugvallarins sem sjúkraflugvallar og sem samgönguleiðar inn á sunnanverða Vestfirði.
        Heimastjórn Arnarfjarðar hvetur bæjarstjórn Vesturbyggðar til að leggja áherslu á að aðflugsljós við flugvöllinn á Bíldudal verði sett upp sem allra fyrst til að auka öryggi í aðflugi að flugvellinum og tryggja að hægt sé að lenda á flugvellinum allan sólarhringinn. Sjúkraflug á Bíldudal jafngildir sjúkrabíl til að koma sjúklingum sem fyrst undir læknishendur í Reykjavík.
        Brýnt er að koma uppsetningu aðflugsljósa inn í fyrsta hluta samgönguáætlunar og í forgangsröðun í framkvæmdaáætlun Isavia sem ber ábyrgð á innanlandsflugi. Jafnframt verði að tryggja að stöðugar endurbætur á flugleiðsögn og tækninýjungar þar að lútandi skili sér í uppbyggingu og viðhaldi á aðstöðunni á Bíldudalsflugvelli til að tryggja öryggi sjúkraflugs og farþegaflugs.
        Bíldudalsflugvöllur er skilgreindur sem flugvöllur í grunnneti samgangna og gegnir veigamiklu hlutverki í samgöngum á Vestfjörðum. Fjórðungsþing Vestfirðinga hefur ítrekað ályktað um nauðsyn þess að flugöryggi sé tryggt á Vestfjörðum með sérstakri áherslu á flugleiðsögn og gervihnattarflugleiðsögn á vestari hluta landsins og að þeirri uppbyggingu beri að flýta sem mest.

          Málsnúmer 2409030

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Umferðaröryggisáætlun fyrir Vesturbyggð

          Umferðaröryggi á Bíldudal og umferðaröryggisáætlun fyrir Vesturbyggð

          Heimastjórn Arnarfjarðar ítrekar nauðsyn þess að farið verði þegar í stað í markvissar aðgerðir varðandi umferðaröryggismál á Bíldudal samkvæmt fyrirliggjandi skýrslum. Nauðsynlegt er að taka niður umferðarhraða við innkomu inn í bæinn t. d. með hringtorgi og lagfæra hámarkshraða í samræmi við gildandi lög.

          Samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 2406025

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Eldri borgarar Bíldudal

            Erindi frá eldri borgurum á Bíldudal

            Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Valgerður María Þorsteinsdóttir forstöðumaður Muggsstofu komu inn á fundinn og fóru yfir stöðu á málefnum eldri borgara á Bíldudal.
            Aðstaðan í Muggsstofu hefur orðið fyrir áhrifum af stöðu skólamála á Bíldudal og því hefur starfsaðstaðan skerst. Rætt var um að gerð yrði formleg könnun í haust á vilja eldri borgara til að sinna félagsstarfi þannig að ljóst væri hver áhugi íbúa væri.
            Unnið er að uppsetningu á tjaldi og skjávarpa í Byltu en nauðsynlegt er að gera við þakið á húsinu til að tryggja að búnaður verði ekki fyrir skemmdum.
            Bent var á verkefnið Gott að eldast sem er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hjá Heilbrigðisstofnuninni er unnið að uppsetningu á heimaendurhæfingu sem mun væntanlega taka til starfa á næstunni.
            Einnig kom fram að Heilbrigðisstofnunin hefur tekið við heimaþjónustu af sveitarfélaginu og mun hún hefjast í október þegar starfsmaður tekur til starfa.
            Þessar breytingar voru kynntar á fundum í júní og í byrjun september.

              Málsnúmer 2409032

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Mál til kynningar

              7. Bíldudalsskóli - húsnæði

              Málefni Bíldudalsskóla kynnt

              Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Magnús Árnason verkefnastjóri á umhverfis- og framkvæmdasviði komu inn á fundinn ásamt Elfari Stein Karlssyni byggingarfulltrúa og svöruðu spurningum heimastjórnar varðandi byggingu Bíldudalsskóla sem er í undirbúningi.
              Einnig er unnið að undirbúningi lóðar til að hægt sé að hefja vinnu við byggingu grunns.

              Heimastjórn Arnarfjarðar hvetur bæjarstjórn til að fara að huga strax að vinnu við áfanga 2 þannig að hönnun og skipulag sé tilbúið þegar þörf verður á þeirri viðbót.

                Málsnúmer 2407024 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Hafnarbraut, Bíldudal. Umsókn um lóð undir hótelbyggingu.

                Hafnarbraut, Bíldudal. Lóð undir hótelbyggingu. Lagt fram til kynningar

                Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri kom inn á fundinn og skýrði stöðu málsins.

                  Málsnúmer 2312029 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Ofanflóðavarnir á Bíldudal

                  Ofanflóðavarnir á Bíldudal kynntar

                  Elfar Steinn Karlsson byggingarfulltrúi kom inn á fundinn og kynnti stöðu mála varðandi ofanflóðavarnir á Bíldudal.

                  Heimastjórn Arnarfjarðar leggur til að haldin verði kynning fyrir bæjarstjórn og heimastjórn með Ofanflóðasjóði og hönnuðum á haustdögum 2024 til að fara yfir stöðu mála.

                  Samþykkt samhljóða.

                    Málsnúmer 2010046 9

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:47