Hoppa yfir valmynd

Bíldudalsskóli - húsnæði

Málsnúmer 2407024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. júlí 2024 – Heimastjórn Arnarfjarðar

Bygging Bíldudalsskóla, lagðir fram aðaluppdrættir af húsnæði.

Aðaluppdrættir af Bíldudalsskóla lagðar fram til kynningar. Verkefnið er í útboði.

Heimastjórn Arnarfjarðar lýsir áhyggjum sínum af því að rými fyrir leikskóla sé ekki nóg eins og það er sett fram á teikningunum. Eins lýsir heimastjórnin áhyggjum sínum af því að bygging áfanga 2 dragist á langinn og þangað til verði þrengt að aðstöðu leikskólans.

Heimastjórn óskar eftir rökum fyrir því að ekki verði farið í byggingu á áfanga tvö strax þar sem útlit er fyrir að aðstaða leikskóla er lítil og ekki hentug fyrir slíka starfsemi eftir því sem hægt er að lesa úr teikningunum.

Heimastjórn Arnarfjarðar hvetur til að verkefnið verði skoðað með tilliti til þessara ábendinga og að tryggt verði að rými í nýjum skóla rúmi alla þá starfsemi sem þar er ætlast til að sé staðsett. Brýnt er að horfa til þess strax að hægt sé að koma til móts við þá þörf sem mun skapast fjölgi börnum á Bíldudal.




23. júlí 2024 – Bæjarráð

Lagt fyrir erindi sem tekið var fyrir á 1. fundi heimastjórnar Arnarfjarðar sem haldinn var 10. Júlí sl. vegna byggingar skólahúsnæðis á Bíldudal. Heimastjórn lýsir fyrir áhyggjum af því að skólahúsnæðið sé of lítið og ekki sé búið að tímasetja áfanga tvö.

Sviðstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs sat fundinn undir liðnum.

Sviðsstjóri fór yfir það ferli sem átti sér stað við hönnun skólans. Gert er ráð fyrir 20% fjölgun barna innan þess rýmis sem gert er ráð fyrir. Búið er að bjóða verkið út og er áætlað að framkvæmdir hefjist í lok sumars 2024 og að húsnæðið verði tekið til notkunar í upphafi skólaárs 2025 - 2026.

Bæjarráð vísar umræðum um 2. áfanga til vinnu við fjárhagsáætlun 2025 - 2028.




11. september 2024 – Heimastjórn Arnarfjarðar

Málefni Bíldudalsskóla kynnt

Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Magnús Árnason verkefnastjóri á umhverfis- og framkvæmdasviði komu inn á fundinn ásamt Elfari Stein Karlssyni byggingarfulltrúa og svöruðu spurningum heimastjórnar varðandi byggingu Bíldudalsskóla sem er í undirbúningi.
Einnig er unnið að undirbúningi lóðar til að hægt sé að hefja vinnu við byggingu grunns.

Heimastjórn Arnarfjarðar hvetur bæjarstjórn til að fara að huga strax að vinnu við áfanga 2 þannig að hönnun og skipulag sé tilbúið þegar þörf verður á þeirri viðbót.