Hoppa yfir valmynd

Krosseyri. Deiliskipulag fyrir Heilsusetur

Málsnúmer 2205020

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

28. ágúst 2024 – Skipulags- og framkvæmdaráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir heilsusetur á Krosseyri. Tillagan var auglýst frá 25. mars til 6. maí 2024. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Fyrir liggur uppfærð tillaga þar sem komið hefur verið til móts við umsagnir en eftirfarandi breytingar gerðar á tillögunni.

Bætt var við umfjöllun um votlendi, samgöngur og fjölda gistirúma.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við heimastjórn Arnarfjarðar að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




9. maí 2022 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir heilsusetur á Krosseyri í Geirþjófsfirði, dagsett apríl 2022. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu heilsuseturs þar sem skilgreindir eru átta byggingarreitir en skipulagssvæðið er 4,2 ha að stærð. Lögð er áhersla á vistvæna hönnun.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




11. maí 2022 – Bæjarstjórn

Lögð fram tillaga að deiliskipulagi fyrir heilsusetur á Krosseyri í Geirþjófsfirði, dagsett apríl 2022. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir uppbyggingu heilsuseturs þar sem skilgreindir eru átta byggingarreitir en skipulagssvæðið er 4,2 ha að stærð. Lögð er áhersla á vistvæna hönnun. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi tillögu á 95. fundi sínum 10. maí sl. og lagði til við bæjarstjórn að tillagan yrði auglýst.

Til máls tók: Varaforseti,

Bæjarstjórn staðfestir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




13. mars 2024 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Krosseyrar, deiliskipulags fyrir heilsusetur, dagsett í janúar 2023. Málið var áður á dagskrá á 95. fundi skipulags- og umhverfisráðs 9. maí 2022. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 18. júní 2022 en ekki náðist að klára afgreiðsluna á deiliskipulaginu þar sem ekki lá fyrir fornleifaskráning fyrir svæðið. Fyrir liggja umsagnir frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Náttúrfræðistofnun Íslands sem og fornleifaskráning fyrir svæðið.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagið fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda sé tillagan í samræmi við þær heimildir fyrir annars konar þjónustu á landbúnaðarsvæðum skv. skilgreiningu gildandi aðalskipulags.




20. mars 2024 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi Krosseyrar, deiliskipulags fyrir heilsusetur, dagsett í janúar 2023. Málið var áður á dagskrá á 95. fundi skipulags- og umhverfisráðs 9. maí 2022. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 18. júní 2022 en ekki náðist að klára afgreiðsluna á deiliskipulaginu þar sem ekki lá fyrir fornleifaskráning fyrir svæðið. Fyrir liggja umsagnir frá Umhverfisstofnun, Minjastofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða og Náttúrfræðistofnun Íslands sem og fornleifaskráning fyrir svæðið.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 116. fundi sínum að deiliskipulagið fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda sé tillagan í samræmi við heimildir fyrir annars konar þjónustu á landbúnaðarsvæðum skv. skilgreiningu gildandi aðalskipulags.

Til máls tók: Varaorseti

Bæjarstjórn samþykkir að deiliskipulagið fái málsmeðferð í samræmi við 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda sé tillagan í samræmi við heimildir fyrir annars konar þjónustu á landbúnaðarsvæðum skv. skilgreiningu gildandi aðalskipulags.

Samþykkt samhljóða.




11. september 2024 – Heimastjórn Arnarfjarðar

Tekin fyrir tillaga að deiliskipulagi fyrir heilsusetur á Krosseyri. Tillagan var auglýst frá 25. mars til 6. maí 2024. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Minjastofnun, Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Fyrir liggur uppfærð tillaga þar sem komið hefur verið til móts við umsagnir en eftirfarandi breytingar gerðar á tillögunni.

Bætt var við umfjöllun um votlendi, samgöngur og fjölda gistirúma.

Skipulags- og framkvæmdaráð lagði til við heimastjórn Arnarfjarðar á 3. fundi sínum að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Heimastjórn Arnarfjarðar samþykkir tillögu að deiliskipulagi á Krosseyri og að málsmeðferð verði samkvæmt 42. grein skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.