Hoppa yfir valmynd

Eldri borgarar Bíldudal

Málsnúmer 2409032

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. september 2024 – Heimastjórn Arnarfjarðar

Erindi frá eldri borgurum á Bíldudal

Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs og Valgerður María Þorsteinsdóttir forstöðumaður Muggsstofu komu inn á fundinn og fóru yfir stöðu á málefnum eldri borgara á Bíldudal.
Aðstaðan í Muggsstofu hefur orðið fyrir áhrifum af stöðu skólamála á Bíldudal og því hefur starfsaðstaðan skerst. Rætt var um að gerð yrði formleg könnun í haust á vilja eldri borgara til að sinna félagsstarfi þannig að ljóst væri hver áhugi íbúa væri.
Unnið er að uppsetningu á tjaldi og skjávarpa í Byltu en nauðsynlegt er að gera við þakið á húsinu til að tryggja að búnaður verði ekki fyrir skemmdum.
Bent var á verkefnið Gott að eldast sem er samstarfsverkefni sveitarfélagsins og Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Hjá Heilbrigðisstofnuninni er unnið að uppsetningu á heimaendurhæfingu sem mun væntanlega taka til starfa á næstunni.
Einnig kom fram að Heilbrigðisstofnunin hefur tekið við heimaþjónustu af sveitarfélaginu og mun hún hefjast í október þegar starfsmaður tekur til starfa.
Þessar breytingar voru kynntar á fundum í júní og í byrjun september.