Hoppa yfir valmynd

Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

Málsnúmer 2406054

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

28. ágúst 2024 – Skipulags- og framkvæmdaráð

Tillögur og áherslur skipulags- og framkvæmdaráðs fyrir fjárhagsáætlun 2025

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur áherslu á að áfram verði unnið að ásýndar- og umhverfismálum í sveitarfélaginu. Unnið verði að geymslusvæðum fyrir gáma og bættri ásýnd söfnunarsvæði sorps í þéttbýli og dreifbýli. Átak verði gert í að fjarlægja ónýtar bifreiðar, ónýtar byggingar, hættuleg mannvirki og ónýt atvinnutæki í byggðakjörnum. Haldið verði áætlun í malbiksframkvæmdum sem áætlaðar voru í fjárhagsáætlun og fyrirtæki verði hvött til malbikunar á sínum svæðum.




9. júlí 2024 – Bæjarráð

Lagðar fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagáætlunar.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að uppfæra reglur um fjárhagsætlunarferlið til samræmis við hlutverk heimastjórna.

Dagsetningum og uppfærðum reglum vísað áfram í ráð og heimastjórnir til kynningar.




15. júlí 2024 – Umhverfis- og loftslagsráð

Lagðar fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagáætlunar.

Lagt fram til kynningar

Umhverfis- og loftslagsráð leggur til að umfjöllun bíði næsta fundar ráðsins í ágúst.

Samþykkt samhljóða.




26. júlí 2024 – Skipulags- og framkvæmdaráð

Lögð fram til kynningar drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagsáætlunar.




7. ágúst 2024 – Heimastjórn Patreksfjarðar

Lögð fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagsáætlunar.

Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir, sviðsstjóri fjármála-og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn og kynnti verkáætlun varðandi gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2025 - 2028 og helstu dagsetningar í því ferli.




8. ágúst 2024 – Heimastjórn Tálknafjarðar

Lögð fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagsáætlunar.

Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn og fór yfir tilhögun vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2025 - 2028 og dagsetningar í þeirri vinnu.




13. ágúst 2024 – Bæjarráð

Farið yfir stöðu eigna í sveitarfélaginu.

Bæjarstjóra falið að leggja fram lista yfir eignir sveitarfélagsins með tilliti til notkunar þeirra.




13. ágúst 2024 – Bæjarráð

Lagðar fram til kynningar uppfærðar reglur um gerð fjárhagsáætlunar og dagsetningar í fjárhagsáætlunarvinnu 2024 vegna áætlunar 2025-2028.




14. ágúst 2024 – Heimastjórn Arnarfjarðar

Lögð fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagsáætlunar.

Nanna Lilja Sveinsbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn og fór yfir vinnu við tilhögun vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2025 - 2028 og dagsetningar í þeirri vinnu.




15. ágúst 2024 – Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps

Lögð fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagsáætlunar.

Nanna Lilja Sveinsbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn
og fór yfir tilhögun vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2025 - 2028 og
dagsetningar í þeirri vinnu.




26. ágúst 2024 – Fjölskylduráð

Lagðar fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagáætlunar.

Lagt fram til kynningar.




26. ágúst 2024 – Umhverfis- og loftslagsráð

Lögð fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagáætlunar. Máli vísað til frekari umfjöllunar frá 2. fundi ráðsins í júlí

Nanna Lilja Sveinbjörnsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kom inn á fundinn og fór yfir tilhögun vinnu við gerð fjárhagsáætlunar fyrir 2025 - 2028 og dagsetningar í þeirri vinnu.




4. september 2024 – Heimastjórn Patreksfjarðar

Tillögur og áherslur heimastjórnar Patreksfjarðar fyrir fjárhagsáætlun 2025 - 2029

Rætt um áherslur heimastjórnar fyrir fjárhagsáætlunargerð. Tillaga heimastjórnar verður lögð fram á næsta fundi til samþykktar.




5. september 2024 – Heimastjórn Tálknafjarðar

Tillögur og áherslur heimastjórnar Tálknafjarðar fyrir fjárhagsáætlun 2025 - 2029

Rætt um áherslur heimastjórnar Tálknafjarðar vegna fjárhagsáætlun 2025 - 2029. Tillaga heimastjórnar verður lögð fram á næsta fundi til samþykktar.




9. september 2024 – Fjölskylduráð

Rætt um áherslur fjölskylduráðs fyrir komandi fjárhagsáætlunarvinnu.




11. september 2024 – Heimastjórn Arnarfjarðar

Tillögur og áherslur heimastjórnar Arnarfjarðar fyrir fjárhagsáætlun 2025 - 2029

Rætt um áherslur heimastjórnar Arnarfjarðar vegna fjárhagsáætlunar 2025 - 2029. Tillaga heimastjórnar verður lögð fram á næsta fundi til samþykktar.




12. september 2024 – Heimastjórn fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps

Tillögur og áherslur heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps fyrir fjárhagsáætlun 2025

Rætt um áherslur heimastjórnar fyrrum Barðastrandarhrepps og Rauðasandshrepps vegna fjárhagsáætlun 2025-2029. Tillaga heimastjórnar verður lögð fram á næsta fundi til samþykktar.