Hoppa yfir valmynd

Fjölskylduráð #2

Fundur haldinn í ráðhúsi Vesturbyggðar, 26. ágúst 2024 og hófst hann kl. 13:00

Nefndarmenn
  • Jóhann Örn Hreiðarsson (JÖH) aðalmaður
  • Páll Vilhjálmsson (PV) aðalmaður
  • Petrína Sigrún Helgadóttir (PSH) aðalmaður
  • Sandra Líf Pálsdóttir (SLP) aðalmaður
  • Þórkatla Soffía Ólafsdóttir (ÞSÓ) formaður
Starfsmenn
  • Arnheiður Jónsdóttir (AJ)

Fundargerð ritaði
  • Arnheiður Jónsdóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs

Almenn mál

1. Skólastefna Vesturbyggðar innleiðingaráætlun

Kristrún Lind Birgisdóttir sérfræðingur í skólamálum frá Ásgarði kemur inn á fundinn og fer yfir hlutverk fræðsluráðshluta fjölskylduráðsins

Undir þessum lið var Kristún Birgisdóttir frá Ásgarði í fjar og fór yfir ábyrgð og hlutverk fræðsluhluta fjölskylduráðs.

    Málsnúmer 2408061

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    3. Mönnunarþörf fyrir næsta skólaár

    Sviðsstjóri fjölskyldusviðs fór yfir hvernig gengið hefur verið að ráða inn í grunn- og leikskólanna í Vesturbyggð fyrir veturinn 2024 - 2025.

      Málsnúmer 2408092

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      9. Trúnaðarmál

      Lagt fram minnisblað frá félagsráðgjafa á fjölskyldusviði, skráð í trúnaðarmálabók.

        Málsnúmer 2408062

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        10. Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna

        Fjölskylduráð leggur til að skipulagður verði starfshópur hjá sveitarfélaginu til að móta gerð móttökuáætlunar fyrir íbúa af erlendum uppruna. Lagt er til að þrír fulltrúar fjölskylduráðs sitji í hópnum og þrír einstaklingar af erlendum uppruna, tómstundafulltrúi verður starfsmaður hópsins.

          Málsnúmer 2408065 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Mál til kynningar

          2. Nurture aðferðarfræðin í skólum

          Grunn- og leikskólar í Vesturbyggð eru að taka þátt í tilraunaverkefni með Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem felst í innleiðingu á aðferðarfræðinni Nurture. Markmið Nurture er að mæta félagslegurm, tilfinningarlegum og andlegum þörfum nemenda, starfsfólks og fjölskyldna með því að skapa öruggt og þægilegt náms-og starfsumhverfi þar sem allir geta þrifist.

          Bergdís Þrastardóttir leikskólastjóri fór yfir markmið og grunngildi Nurture aðferðarfræðinnar.

            Málsnúmer 2408064

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Ábyrgð og hlutverk sveitarfélaga vegna bils milli fæðingarorlofs og inntöku barna í leikskóla.

            Lagt fram bréf til kynningar frá Jafnréttisstofu þar sem hún vekur athygli á ábyrgð og hlutverki sveitarfélaga til að brúa bilið sem myndast þegar foreldrar hafa fullnýtt fæðingarorlofsrétt sinn og þangað til barn fær dvöl á leikskóla.

              Málsnúmer 2406122

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              7. Þjónustusamningur um rekstur heimastuðnings

              Undirritaður hefur verið samningum milli Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og Vesturbyggðar um heimastuðning.

              Sviðsstjóri fór yfir samning mili Vesturbyggðar og Heilbrigðisstofunun Vestfjarða um heimastuðning samkvæmt verkefninu "Gott að eldast".

                Málsnúmer 2408046

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                8. Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

                Lagðar fram drög að reglum um fjárhagsáætlunarferlið 2024 vegna áætlunar 2025 - 2028 ásamt drögum að dagsetningum við vinnu fjárhagáætlunar.

                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 2406054 17

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Almenn mál - umsagnir og vísanir

                  4. Farsæld barna

                  Á vegum Menntamálaráðueytis hefur starfshópur um sameiginlegar starfsstöðvar/samhæfða svæðisskipan vegna farsældar barna sett fram tillögur sem miða að því að efla samtal um bætt og aukið samstarf í landshlutum,miðlun reynslu og góðra starfshátta í því skyni að þétta net og þjónustu í kringum börn og fá alla að borðinu.

                  Lögð fram gögn frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu um svæðisbundin farsældarráð. Lagt fram til kynningar.

                    Málsnúmer 2406000 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    Til kynningar

                    5. Hvatning til samveru fjölskyldunnar -bréf frá Saman hópnum

                    Lagt fram bréf frá Saman hópnum þar sem hvatt er til samveru fjölskyldunar í sumar.

                    Tekið fyrir á 1. fundi bæjarráðs þar sem málinu var vísað áfram til fjölskylduráðs til kynningar.

                    Lagt fram bréf til kynningar frá SAMAN hópnum þar sem hvatt er til samveru fjölskyldunar.

                      Málsnúmer 2405106 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00