Hoppa yfir valmynd

Farsæld barna

Málsnúmer 2406000

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. júní 2024 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur frá Sigríði Ó Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Vestfjarðastofu þar sem óskað er eftir afstöðu sveitarfélagsins til að taka þátt í verkefni sem felur í sér vinnu Vestfjarðastofu til að samhæfa verkefni á Vestfjörðum tengd farsæld barna, menntastefnu og fleiri þátta.

Mennta- og barnamálaráðuneytið mun gera viðaukasamninga við Sóknaráætlanir landshluta til tveggja ára vegna fjármögnunar innleiðingar svæðisbundinna farsældarráða. Forsendur samnings er að samþykki allra sveitarfélaga í landshlutanum liggi fyrir og umboð landshlutasamtaka til verkefnisins sé skýrt.

Óskað er eftir samþykki sveitarfélagsins svo hægt sé að ganga frá samningi við Mennta- og barnamálaráðuneytið .

Samþykkið felur ekki í sér aðrar skuldbindingar af hálfu sveitarfélagsins.

Sigríður Ó Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu og Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs sátu fundinn undir liðnum.

Bæjarráð Sameinaðs sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar samþykkir að farið verði í verkefnið.




26. ágúst 2024 – Fjölskylduráð

Á vegum Menntamálaráðueytis hefur starfshópur um sameiginlegar starfsstöðvar/samhæfða svæðisskipan vegna farsældar barna sett fram tillögur sem miða að því að efla samtal um bætt og aukið samstarf í landshlutum,miðlun reynslu og góðra starfshátta í því skyni að þétta net og þjónustu í kringum börn og fá alla að borðinu.

Lögð fram gögn frá Mennta- og barnamálaráðuneytinu um svæðisbundin farsældarráð. Lagt fram til kynningar.