Hoppa yfir valmynd

Móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna

Málsnúmer 2408065

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. ágúst 2024 – Fjölskylduráð

Fjölskylduráð leggur til að skipulagður verði starfshópur hjá sveitarfélaginu til að móta gerð móttökuáætlunar fyrir íbúa af erlendum uppruna. Lagt er til að þrír fulltrúar fjölskylduráðs sitji í hópnum og þrír einstaklingar af erlendum uppruna, tómstundafulltrúi verður starfsmaður hópsins.




9. september 2024 – Fjölskylduráð

Aðilar skipaðir í nefnd sem vinnur að móttökuáætlun Vesturbyggðar fyrir íbúa af erlendum uppruna.

Rætt um móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna. Fjölskylduráð leggur til við bæjarráð að eftirtaldir aðilar verði skipaðir í starfshóp við gerð móttökuáætlunar fyrir íbúa af erlendum uppruna: Þórkatla Soffía Ólafsdóttir, Páll Vilhjálmsson, Joanna Kozuch, Ryte Maumeviciut, Jessika Guerrero og Pawel Dobosz.




10. september 2024 – Bæjarráð

Erindi vísað til bæjarráðs frá 3. fundi fjölskylduráðs. Á fundinum lagði ráðið til að bæjarráð skipaði starfshóp um móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna.

Bæjarráð samþykkir samhljóða að skipaður verði starfshópur um móttökuáætlun fyrir íbúa af erlendum uppruna.

Starfshópurinn verði skipaður eftirtöldum aðilum:

Þórkatla Soffía Ólafsdóttir formaður fjölskylduráðs
Páll Vilhjálmsson formaður bæjarráðs
Joanna Kozuch varamaður í fjölskylduráði
Ryte Maumeviciut
Jessika Guerrero
Pawel Dobosz

Áætlaðir eru 3-4 fundir og lokaafurð verði tilbúin 1.febrúar.