Hoppa yfir valmynd

Suðurfjarðagöng, jarðgöng undir Mikladal og Hálfdán

Málsnúmer 2409012

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. september 2024 – Heimastjórn Patreksfjarðar

Suðurfjarðagöng, undirbúningur jarðganga undir Mikladal og Hálfdán

Heimastjórn Patreksfjarðar fagnar því að aukin áhersla sé lögð á að flýta undirbúningi jarðgangaframkvæmda í jarðgangaáætlun samgönguáætlunar, til að tryggja öryggi vegfarenda, m.a. með vísan til umfjöllunar umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis 2. september sl. um að flýta jarðgangaframkvæmdum á norðanverðu landinu.

Heimastjórn Patreksfjarðar telur afar brýnt að flýtt verði undirbúningi og framkvæmd nauðsynlegra rannsókna vegna jarðgangaframkvæmda undir Mikladal og Hálfdán, Suðurfjarðagöng, á milli byggðakjarna á sunnanverðum Vestfjörðum. Suðurfjarðagöng eru skv. jarðgangaáætlun Vestfjarða frá 2021 og ályktunar 68. Fjórðungsþings Vestfirðinga í október 2023 næstu jarðgöng sem ráðast skal í á Vestfjörðum ásamt Álftafjarðargöngum, en engum jarðgöngum er til að dreifa á sunnanverðum Vestfjörðum og ekki aðrar samgönguleiðir í boði fyrir íbúa en aka yfir fjallvegi allt árið um kring, til að sækja þjónustu og vinnu.

Heimastjórn Patreksfjarðar bendir á þá áherslu sem lögð var á Suðurfjarðagöng í aðdraganda sameiningar sveitarfélaganna í vor og nauðsyn þess að tryggja að samgöngur innan sveitarfélagsins Vesturbyggðar séu öruggar. Brýnt er að tryggja öruggar samgöngur milli byggðakjarnanna til að íbúar og fyrirtæki geti notað grunnþjónustu svo sem heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu án áhættu árið um kring. Má í því sambandi benda á sjúkraflug á flugvöllinn á Bíldudal en þangað er yfir tvo erfiða fjallavegi að fara.

Heimastjórn Patreksfjarðar hvetur því bæjarstjórn Vesturbyggðar til að þrýsta á að undirbúningi og nauðsynlegum rannsóknum vegna Suðurfjarðaganga verði flýtt í samgönguáætlun, til að tryggja öryggi íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum, bæta aðgengi að grunnþjónustu og tryggja atvinnusókn innan sunnanverðra Vestfjarða.




5. september 2024 – Heimastjórn Tálknafjarðar

Suðurfjarðagöng, undirbúningur jarðganga undir Mikladal og Hálfdán.
Bókun heimastjórnar Patreksfjarðar frá 3. fundi 04.09.2024

Heimastjórn Tálknafjarðar tekur heilshugar undir bókun heimastjórnar Patreksfjarðar á 3. fundi hennar þann 04.09.2024 og ítrekar nauðsyn þess að farið verði í rannsóknir og undirbúning Suðurfjarðaganga sem allra fyrst. Brýnt er að tryggja öruggar samgöngur milli byggðakjarna i sveitarfélaginu allt árið um kring þar sem um eitt vinnusóknarsvæði er að ræða og umferð mikil um gamla og illafarna fjallvegi.

Samþykkt samhljóða.




10. september 2024 – Bæjarráð

Lögð fyrir bókun heimastjórnar Patreksfjarðar um Suðurfjarðagöng, undir Mikladal og Hálfdán ásamt bókun heimastjórnar Tálknafjarðarhrepps þar sem tekið er undir bókun heimastjórnar Patreksfjarðar. Bókunin er eftirfarandi:

"Heimastjórn Patreksfjarðar fagnar því að aukin áhersla sé lögð á að flýta undirbúningi jarðgangaframkvæmda í jarðgangaáætlun samgönguáætlunar, til að tryggja öryggi vegfarenda, m.a. með vísan til umfjöllunar umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis 2. september sl. um að flýta jarðgangaframkvæmdum á norðanverðu landinu.

Heimastjórn Patreksfjarðar telur afar brýnt að flýtt verði undirbúningi og framkvæmd nauðsynlegra rannsókna vegna jarðgangaframkvæmda undir Mikladal og Hálfdán, Suðurfjarðagöng, á milli byggðakjarna á sunnanverðum Vestfjörðum. Suðurfjarðagöng eru skv. jarðgangaáætlun Vestfjarða frá 2021 og ályktunar 68. Fjórðungsþings Vestfirðinga í október 2023 næstu jarðgöng sem ráðast skal í á Vestfjörðum ásamt Álftafjarðargöngum, en engum jarðgöngum er til að dreifa á sunnanverðum Vestfjörðum og ekki aðrar samgönguleiðir í boði fyrir íbúa en aka yfir fjallvegi allt árið um kring, til að sækja þjónustu og vinnu.

Heimastjórn Patreksfjarðar bendir á þá áherslu sem lögð var á Suðurfjarðagöng í aðdraganda sameiningar sveitarfélaganna í vor og nauðsyn þess að tryggja að samgöngur innan sveitarfélagsins Vesturbyggðar séu öruggar. Brýnt er að tryggja öruggar samgöngur milli byggðakjarnanna til að íbúar og fyrirtæki geti notað grunnþjónustu svo sem heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu án áhættu árið um kring. Má í því sambandi benda á sjúkraflug á flugvöllinn á Bíldudal en þangað er yfir tvo erfiða fjallavegi að fara.

Heimastjórn Patreksfjarðar hvetur því bæjarstjórn Vesturbyggðar til að þrýsta á að undirbúningi og nauðsynlegum rannsóknum vegna Suðurfjarðaganga verði flýtt í samgönguáætlun, til að tryggja öryggi íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum, bæta aðgengi að grunnþjónustu og tryggja atvinnusókn innan sunnanverðra Vestfjarða."

Bæjarráð tekur heilsuhugar undir bókanir heimastjórnanna og mun beita sér fyrir því að undirbúningi og nauðsynlegum rannsóknum vegna Suðurfjarðaganga verði flýtt í samgönguáætlun.




11. september 2024 – Heimastjórn Arnarfjarðar

Suðurfjarðagöng, undirbúningur jarðganga fyrir Mikladal og Hálfdán. Bókun heimastjórnar Patreksfjarðar frá 3. fundi 04.09.2024.

Heimastjórn Arnarfjarðar tekur heilshugar undir bókun heimastjórnar Patreksfjarðar á 3. fundi hennar 04.09.2024 og heimastjórnar Tálknafjarðar á 3. fundi hennar 05.09.2024, um mikilvægi þess að hraða rannsóknum og undirbúningi fyrir gerð Suðurfjarðaganga. Íbúar á Bíldudal búa við verulegar takmarkanir á samgöngum yfir vetrartímann þar sem yfir 530 metra háan fjallveg er að fara á Hálfdán og oft erfið færð þar en sækja þarf alla neyðarþjónustu læknis og annarra viðbragðsaðila svo sem sjúkrabíls og slökkviliðs yfir þann fjallveg. Í því sambandi má benda á að sjúkrabílar í Vesturbyggð eru staðsettir á Patreksfirði og við bestu aðstæður tekur lágmark 30 mín. að komast til Bíldudals.Auk þess ítrekar heimastjórn Arnarfjarðar nauðsyn þess að tryggja öruggt aðgengi að sjúkraflugi á Bíldudalsflugvelli sem er sjúkraflugvöllur svæðisins.

Samþykkt samhljóða.




18. september 2024 – Bæjarstjórn

Á 8. fundi bæjarráðs voru teknar fyrir bókanir heimastjórna Patreksfjarðar og Tálknafjarðar varðandi nauðsyn þess að flýta undirbúningi jarðgangnaframkvæmda í jarðgangnaáætlun samgönguáætlunar, heimastjórn Arnarfjarðar tók undir bókunina á fundi sínum 11. september, bókunin var eftirfarandi:

"Heimastjórn Patreksfjarðar fagnar því að aukin áhersla sé lögð á að flýta undirbúningi jarðgangaframkvæmda í jarðgangaáætlun samgönguáætlunar, til að tryggja öryggi vegfarenda, m.a. með vísan til umfjöllunar umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis 2. september sl. um að flýta jarðgangaframkvæmdum á norðanverðu landinu.

Heimastjórn Patreksfjarðar telur afar brýnt að flýtt verði undirbúningi og framkvæmd nauðsynlegra rannsókna vegna jarðgangaframkvæmda undir Mikladal og Hálfdán, Suðurfjarðagöng, á milli byggðakjarna á sunnanverðum Vestfjörðum. Suðurfjarðagöng eru skv. jarðgangaáætlun Vestfjarða frá 2021 og ályktunar 68. Fjórðungsþings Vestfirðinga í október 2023 næstu jarðgöng sem ráðast skal í á Vestfjörðum ásamt Álftafjarðargöngum, en engum jarðgöngum er til að dreifa á sunnanverðum Vestfjörðum og ekki aðrar samgönguleiðir í boði fyrir íbúa en aka yfir fjallvegi allt árið um kring, til að sækja þjónustu og vinnu.

Heimastjórn Patreksfjarðar bendir á þá áherslu sem lögð var á Suðurfjarðagöng í aðdraganda sameiningar sveitarfélaganna í vor og nauðsyn þess að tryggja að samgöngur innan sveitarfélagsins Vesturbyggðar séu öruggar. Brýnt er að tryggja öruggar samgöngur milli byggðakjarnanna til að íbúar og fyrirtæki geti notað grunnþjónustu svo sem heilbrigðisþjónustu og aðra þjónustu án áhættu árið um kring. Má í því sambandi benda á sjúkraflug á flugvöllinn á Bíldudal en þangað er yfir tvo erfiða fjallavegi að fara.

Heimastjórn Patreksfjarðar hvetur því bæjarstjórn Vesturbyggðar til að þrýsta á að undirbúningi og nauðsynlegum rannsóknum vegna Suðurfjarðaganga verði flýtt í samgönguáætlun, til að tryggja öryggi íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum, bæta aðgengi að grunnþjónustu og tryggja atvinnusókn innan sunnanverðra Vestfjarða

Bæjarráð tekur heilsuhugar undir bókanir heimastjórnanna og mun beita sér fyrir því að undirbúningi og nauðsynlegum rannsóknum vegna Suðurfjarðaganga verði flýtt í samgönguáætlun."

Bæjarstjórn tekur undir bókanir heimastjórna og bæjarráðs og ítrekar mikilvægi þess að tengja saman þéttbýli í nýsameinuðu sveitarfélagi.

Til máls tók: Varaforseti