Hoppa yfir valmynd

Aðflugsljós á Bíldudal

Málsnúmer 2409030

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. september 2024 – Heimastjórn Arnarfjarðar

Aðflugsljós á Bíldudal og nauðsyn þess að þau verði sett upp sem fyrst.

Heimastjórn Arnarfjarðar leggur mikla áherslu á að aðflugsljós við Bíldudalsflugvöll verði í forgangi við vinnu við samgönguáætlun vegna mikilvægis flugvallarins sem sjúkraflugvallar og sem samgönguleiðar inn á sunnanverða Vestfirði.
Heimastjórn Arnarfjarðar hvetur bæjarstjórn Vesturbyggðar til að leggja áherslu á að aðflugsljós við flugvöllinn á Bíldudal verði sett upp sem allra fyrst til að auka öryggi í aðflugi að flugvellinum og tryggja að hægt sé að lenda á flugvellinum allan sólarhringinn. Sjúkraflug á Bíldudal jafngildir sjúkrabíl til að koma sjúklingum sem fyrst undir læknishendur í Reykjavík.
Brýnt er að koma uppsetningu aðflugsljósa inn í fyrsta hluta samgönguáætlunar og í forgangsröðun í framkvæmdaáætlun Isavia sem ber ábyrgð á innanlandsflugi. Jafnframt verði að tryggja að stöðugar endurbætur á flugleiðsögn og tækninýjungar þar að lútandi skili sér í uppbyggingu og viðhaldi á aðstöðunni á Bíldudalsflugvelli til að tryggja öryggi sjúkraflugs og farþegaflugs.
Bíldudalsflugvöllur er skilgreindur sem flugvöllur í grunnneti samgangna og gegnir veigamiklu hlutverki í samgöngum á Vestfjörðum. Fjórðungsþing Vestfirðinga hefur ítrekað ályktað um nauðsyn þess að flugöryggi sé tryggt á Vestfjörðum með sérstakri áherslu á flugleiðsögn og gervihnattarflugleiðsögn á vestari hluta landsins og að þeirri uppbyggingu beri að flýta sem mest.