Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #261

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 4. september 2013 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.

    Fjarverandi bæjarfulltrúi: Gunnar Ingvi Bjarnason í h.st. Birna H. Kristinsdóttir.
    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 261. fundar miðvikudaginn 4. september 2013 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði.
    Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarstjórn - 260

    Til máls tóku: GE og forseti.
    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1306004F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Bæjarráð - 678

      Fundargerðin er í 15. töluliðum.
      Til máls tóku: Bæjarstjóri, GE og forseti.
      10.tölul.: Bæjarstjórn áréttar bókun bæjarráðs:
      ”Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld til að hrinda í framkvæmd gjaldtöku að náttúruperlum og fjölsóttum ferðamannastöðum í landinu. Með vaxandi fjölda ferðamanna verður óhjákvæmilega að stýra umferð ferðamanna og byggja upp viðunandi aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum þannig að ekki verði óbætanlegt tjón á umhverfinu vegna átroðnings gesta. Ef aukning ferðamanna heldur áfram sem horfir, verður að koma í veg fyrir að umhverfisslys verði vegna aðstöðuleysis og átroðnings um svæðin. Slíkt má ekki gerast. Aðstöðugjaldið á hverjum stað eigi að renna til ríkisins, sveitarfélaga eða eftir atvikum landeigenda sem eru þá skuldbundin til að nýta fjármagnið til frekari staðbundinnar uppbyggingar og viðhalds aðstöðu, upplýsingagjafar og náttúruverndar. Gjaldtakan er nauðsynleg til að tryggja verndun náttúruperlna og í anda sjálfbærrar þróunar ferðaþjónustu.“
      11. tölul.: Bæjarstjórn áréttar bókun bæjarráðs og bókun bæjarstjórnar frá 254. fundi 16. janúar 2013:
      ”Í tilefni af rafmagnsleysi sem varð 6. júlí sl. á Barðaströnd þá vill bæjarstjórn Vesturbyggðar ítreka bókun frá því í janúar 2013 þar sem skorað er á Orkubú Vestfjarða að tryggja raforkuöryggi og varaafl á Vestfjörðum. Það er ótækt að um mitt sumar fari rafmagn af í 7 klukkutíma vegna bilana á línum á svæðinu. Þetta atvik sannar enn og aftur hversu mikilvægt það er að endurnýja línur á Vestfjörðum, varaafl verði aukið og flutningsöryggi raforku sé tryggt á svæðinu.“
      Fundargerðin lögð fram til kynningar.

        Málsnúmer 1307002F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bæjarráð - 679

        Fundargerðin er í 8. töluliðum.
        Til máls tóku: Forseti, GE, AJ, bæjarstjóri, JÁ og ÁSG.
        Fundargerðin lögð fram til kynningar.

          Málsnúmer 1306005F 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Bæjarráð - 680

          Fundargerðin er í 11. töluliðum.
          Til máls tóku: AJ, bæjarstjóri, GE, forseti, ÁSG og ÁS.
          Fundargerðin lögð fram til kynningar.

            Málsnúmer 1307009F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Skipulags- og byggingarnefnd - 180

            Fundargerðin er í 8. töluliðum.
            Til máls tóku: Forseti, ÁS, AJ og GE.
            1.tölul.: Skeljungur skil á lóð undir bátasvæði á Patreksfirði, landnúmer 140241. ”Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að óska skýringa frá Umhverfisstofnun á vinnubrögðum við úttekt stofnunarinnar á svæðinu.“
            Fundargerðin lögð fram til kynningar.

              Málsnúmer 1306006F 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Hafnarstjórn - 132

              Fundargerðin er í 5. töluliðum.
              Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri og AJ.
              5.tölul.: ”Bæjarstjórn lýsir ánægju sinni yfir að Patrekshöfn hafi hlotið Bláfánann, alþjóðlega umhverfisvottun smábátahafna og baðstaða.“
              Fundargerðin lögð fram til kynningar.

                Málsnúmer 1307004F 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fundargerðir til staðfestingar

                7. Bæjarráð - 681

                Fundargerðin er í 16. töluliðum.
                Til máls tóku: Bæjarstjóri og skrifstofustjóri.
                Fundargerðin staðfest samhljóða.

                  Málsnúmer 1308005F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. Skipulags- og byggingarnefnd - 181

                  Fundargerðin er í 8. töluliðum.
                  Til máls tóku: Bæjarstjóri og GE.
                  Eftirfarandi liður fundargerðarinnar var tekinn sérstaklega til afgreiðslu:
                  3.tölul.: Deiliskipulag hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100.
                  Tekin fyrir matslýsing vegna deiliskipulags hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100 dagsett 12.08.2013 unnin af Landmótun ehf. Fyrirhuguð deiliskipulagstillaga mun innifela flóðvarnir sem verja eiga byggingar sem standa við Aðalstræti 98-100 og Aðalstræti 110. Um er að ræða gerð tveggja leiðigarða, eins smágarðs ásamt fyllingum og skeringum. Byggingar sem á að verja eru innan hættusvæðis C skv. samþykktu hættumati fyrir byggðina en eftir aðgerðina munu þær falla undir hættusvæði A. Samkvæmt viðauka 2 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 falla snjóflóðavarnir undir framkvæmdir er kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og metið er í hverju tilviki með tilliti til eðlis, umfangs og staðsetningar hvort háðar skuli mati á umhverfisáhrifum. Vísað er til greina 2.a. um námuiðnað og efnistöku og 11.k. um snjófljóðavarnagarða til varnar þéttbýli í öðrum viðauka laganna. Markmið með deiliskipulaginu er að auka öryggi gagnvart þeirri náttúruvá sem ofanflóð hafa í för með sér.
                  Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og senda hana til Skipulagsstofnunar og þar til bærum umsagnaraðilum til umsagnar skv. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

                  8.tölul.: Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Nýtt iðnaðarsvæði (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal.
                  Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna nýs iðnaðarsvæðis (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal. Lýsingin er dagsett 15.08.2013 og er unnin af Landmótun ehf.
                  Búið er að verða við óskum bæjarráðs og skipulags- og byggingarnefndar um að iðnaðarsvæði I3 verði stækkað til suðurs að hættumatslínum fyrir tengda starfsemi. I3 er þá 4 ha að stærð.
                  Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og senda hana til Skipulagsstofnunar og þar til bærum umsagnaraðilum til umsagnar skv. 36.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

                  Fundargerðin staðfest samhljóða.

                    Málsnúmer 1307010F 2

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Fræðslunefnd - 93

                    Fundargerðin er í 4. töluliðum.
                    Bæjarstjóri kynnti fundargerðina. Forseti stýrði almennum umræðum bæjarfulltrúa um fundargerðina.
                    Fundargerðin staðfest samhljóða.

                      Málsnúmer 1308006F

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar - 1

                      Fundargerðin er í 3. töluliðum.
                      Til máls tók: Forseti.
                      Fundargerðin staðfest samhljóða.

                        Málsnúmer 1307008F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        11. Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar - 2

                        Fundargerðin er í 2. töluliðum.
                        Forseti stýrði almennum umræðum bæjarfulltrúa um fundargerðina.
                        Afgreiðslu fundargerðinnar frestað.

                          Málsnúmer 1308007F 2

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 09:00