Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð - 678

Málsnúmer 1307002F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. september 2013 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 15. töluliðum.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, GE og forseti.
10.tölul.: Bæjarstjórn áréttar bókun bæjarráðs:
”Bæjarstjórn Vesturbyggðar hvetur stjórnvöld til að hrinda í framkvæmd gjaldtöku að náttúruperlum og fjölsóttum ferðamannastöðum í landinu. Með vaxandi fjölda ferðamanna verður óhjákvæmilega að stýra umferð ferðamanna og byggja upp viðunandi aðstöðu á fjölsóttum ferðamannastöðum þannig að ekki verði óbætanlegt tjón á umhverfinu vegna átroðnings gesta. Ef aukning ferðamanna heldur áfram sem horfir, verður að koma í veg fyrir að umhverfisslys verði vegna aðstöðuleysis og átroðnings um svæðin. Slíkt má ekki gerast. Aðstöðugjaldið á hverjum stað eigi að renna til ríkisins, sveitarfélaga eða eftir atvikum landeigenda sem eru þá skuldbundin til að nýta fjármagnið til frekari staðbundinnar uppbyggingar og viðhalds aðstöðu, upplýsingagjafar og náttúruverndar. Gjaldtakan er nauðsynleg til að tryggja verndun náttúruperlna og í anda sjálfbærrar þróunar ferðaþjónustu.“
11. tölul.: Bæjarstjórn áréttar bókun bæjarráðs og bókun bæjarstjórnar frá 254. fundi 16. janúar 2013:
”Í tilefni af rafmagnsleysi sem varð 6. júlí sl. á Barðaströnd þá vill bæjarstjórn Vesturbyggðar ítreka bókun frá því í janúar 2013 þar sem skorað er á Orkubú Vestfjarða að tryggja raforkuöryggi og varaafl á Vestfjörðum. Það er ótækt að um mitt sumar fari rafmagn af í 7 klukkutíma vegna bilana á línum á svæðinu. Þetta atvik sannar enn og aftur hversu mikilvægt það er að endurnýja línur á Vestfjörðum, varaafl verði aukið og flutningsöryggi raforku sé tryggt á svæðinu.“
Fundargerðin lögð fram til kynningar.