Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd - 181

Málsnúmer 1307010F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. september 2013 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 8. töluliðum.
Til máls tóku: Bæjarstjóri og GE.
Eftirfarandi liður fundargerðarinnar var tekinn sérstaklega til afgreiðslu:
3.tölul.: Deiliskipulag hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100.
Tekin fyrir matslýsing vegna deiliskipulags hótels og nágrennis á Patreksfirði, Aðalstræti 100 dagsett 12.08.2013 unnin af Landmótun ehf. Fyrirhuguð deiliskipulagstillaga mun innifela flóðvarnir sem verja eiga byggingar sem standa við Aðalstræti 98-100 og Aðalstræti 110. Um er að ræða gerð tveggja leiðigarða, eins smágarðs ásamt fyllingum og skeringum. Byggingar sem á að verja eru innan hættusvæðis C skv. samþykktu hættumati fyrir byggðina en eftir aðgerðina munu þær falla undir hættusvæði A. Samkvæmt viðauka 2 í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 falla snjóflóðavarnir undir framkvæmdir er kunna að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og metið er í hverju tilviki með tilliti til eðlis, umfangs og staðsetningar hvort háðar skuli mati á umhverfisáhrifum. Vísað er til greina 2.a. um námuiðnað og efnistöku og 11.k. um snjófljóðavarnagarða til varnar þéttbýli í öðrum viðauka laganna. Markmið með deiliskipulaginu er að auka öryggi gagnvart þeirri náttúruvá sem ofanflóð hafa í för með sér.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og senda hana til Skipulagsstofnunar og þar til bærum umsagnaraðilum til umsagnar skv. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

8.tölul.: Breyting á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018. Nýtt iðnaðarsvæði (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal.
Lögð fram skipulags- og matslýsing vegna breytingar á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna nýs iðnaðarsvæðis (I3) fyrir fiskeldi nyrst á Bíldudal. Lýsingin er dagsett 15.08.2013 og er unnin af Landmótun ehf.
Búið er að verða við óskum bæjarráðs og skipulags- og byggingarnefndar um að iðnaðarsvæði I3 verði stækkað til suðurs að hættumatslínum fyrir tengda starfsemi. I3 er þá 4 ha að stærð.
Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna lýsinguna almenningi og senda hana til Skipulagsstofnunar og þar til bærum umsagnaraðilum til umsagnar skv. 36.gr. skipulagslaga nr.123/2010.

Fundargerðin staðfest samhljóða.




26. ágúst 2013 – Bæjarráð

Lögð fram fundargerð skipulags-og byggingarnefndar nr. 181. Vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.