Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd - 180

Málsnúmer 1306006F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. september 2013 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 8. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, ÁS, AJ og GE.
1.tölul.: Skeljungur skil á lóð undir bátasvæði á Patreksfirði, landnúmer 140241. ”Bæjarstjórn felur bæjarstjóra að óska skýringa frá Umhverfisstofnun á vinnubrögðum við úttekt stofnunarinnar á svæðinu.“
Fundargerðin lögð fram til kynningar.




2. ágúst 2013 – Bæjarráð

Lögð fram fundargerð skipulags-og byggingarnefndar nr. 180 til staðfestingar.
Bæjarráðs tekur undir bókun skipulags-og byggingarnefndar vegna skil Skeljungs á lóð þar sem olíutankar stóðu á Vatneyri á Patreksfirði. Bæjarráðs furðar sig á vinnubrögðum Umhverfisstofnunar á úttektinni á svæðinu. Bæjarráð felur bygginarfulltrúa að óska eftir því við Skeljung að fyrirtækið hreinsun á svæðinu og ljúki mótvægisaðgerðum fyrir 1. september 2013 með viðurkenndum aðferðum sbr. fyrri bókanir skipulags-og byggingarnefndar og hafnarstjórnar.

Sérstaklega voru samþykktir liðir 2, 3, 4, og 5. liðir fundargerðarinnar.

2. 1304036 Deiliskipulag Fit á Barðaströnd.
Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 17. apríl sl. að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir tveimur sumarhúsum á Holtsfit á Barðaströnd með landnúmer 139797 á reitum merktum með númerum 1 og 2 á teikningu. tillagan var auglýst með athugasemdafrest frá 8. maí 2013 til 25. Júní 2013. Athugasemd barst varðandi skilgreingu á landamörkum við Holt og óskað er eftir því að landarmerkin verði færð 33 m suður. Vísað verður í þinglýst gögn vegna landamerkja við Holt. Umsagnir bárust frá Umhverfisstofnun, Minjavernd og Siglingastofnun. Gerðar voru þær breytingar á tillögunni m.t.t umsagnar Siglingastofnunar að gólfhæð var sett í 3,6 m. Forsendur sipulagsinns eru að finna í aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 en á bls 45 segir að á landbúnaðarsvæðum er heimilt að reisa allt að 3 frístundahús án þess að breyta þurfi aðalskipulagi og var því fallið frá gerð svokallaðar skipulagslýsingar fyrir deiliskipulagið. Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðar afgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

3. 1304035 Deiliskipulag fóðurstöðvar við Naust í Fossfirði í Vesturbyggð.
Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga fóðurstöðvar Naust í Fossfirði. Gerðar hafa verið þær breytingar á auglýstri skipulagstillögu að stærð iðnaðalóðar var minkuð úr 58.000 m2 í 28.400 m2. Megin forsendur deiliskipulagsins eru að finna í ný samþykktri breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, efnislosun og efnistaka, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæði á Bíldudal og Aðalstræti 100 og nágrenni. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Siglingarstofnun, Vegagerðinni og Minnjaverði. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 28.400 m2 iðnaðarlóð ásamt aðkomu fyrir fóðurstöð laxeldis. Gert er ráð fyrir 4 byggingarreitum á lóðinni, þ.e. byggingarreit fyrir allt að 80 m2 starfsmannahúsi, byggingarreit fyrir allt að 80 m2 véla- og verkstæðishús ásamt fóðursílóum, byggingarreit fyrir allt að180 m2 fóðurgeymslu og byggingarreit fyrir allt að 150 m2 nausti. Húsin eru færanleg gámahús á púða, klædd með svörtu timbri og með mænisþaki klæddu grænmáluðu bárujárni. Mænishæð má vera allt að 4m frá jörðu. Viðeigandi ákvæði reglugerðar um hávaða 724/2008 verða uppfyllt. Lýsing athafnasvæðis verður hönnuð þannig að áhrif á umhverfi verði í lágmarki. Kvöð er um frjálsa umferð gangandi fólks meðfram strönd í fjöruborði. Leiðandi markmið við allar framkvæmdir skal vera að hús og lóð falli vel að umhverfi. Bæjarráð samþykkir skipulagið og felur byggingarfulltrúa til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

4. 1304035 Deiliskipulag Hlaðseyri og nágrenni í Patreksfirði
Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga fóðurstöðvar Naust í Fossfirði. Gerðar hafa verið þær breytingar á auglýstri skipulagstillögu að stærð iðnaðalóðar var minkuð úr 58.000 m2 í 28.400 m2. Megin forsendur deiliskipulagsins eru að finna í ný samþykktri breytingu á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 vegna laxeldis, efnislosun og efnistaka, landnotkun í fjallshlíðum þéttbýla, iðnaðarsvæði á Bíldudal og Aðalstræti 100 og nágrenni. Umsagnir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Siglingarstofnun, Vegagerðinni og Minnjaverði. Í deiliskipulaginu er gert ráð fyrir 28.400 m2 iðnaðarlóð ásamt aðkomu fyrir fóðurstöð laxeldis. Gert er ráð fyrir 4 byggingarreitum á lóðinni, þ.e. byggingarreit fyrir allt að 80 m2 starfsmannahúsi, byggingarreit fyrir allt að 80 m2 véla- og verkstæðishús ásamt fóðursílóum, byggingarreit fyrir allt að180 m2 fóðurgeymslu og byggingarreit fyrir allt að 150 m2 nausti. Húsin eru færanleg gámahús á púða, klædd með svörtu timbri og með mænisþaki klæddu grænmáluðu bárujárni. Mænishæð má vera allt að 4m frá jörðu. Viðeigandi ákvæði reglugerðar um hávaða 724/2008 verða uppfyllt. Lýsing athafnasvæðis verður hönnuð þannig að áhrif á umhverfi verði í lágmarki. Kvöð er um frjálsa umferð gangandi fólks meðfram strönd í fjöruborði. Leiðandi markmið við allar framkvæmdir skal vera að hús og lóð falli vel að umhverfi. Bæjarráð samþykkir skipulagið og felur byggingarfulltrúa til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

5. 1211083 Deiliskipulag Hlaðseyri og nágrenni í Patreksfirði
Tekin fyrir eftir auglýsingu deiliskipulagstillaga vegna Hlaðseyri og nágrenni í Patreksfirði. Engar athugasemdir bárust. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Siglingarstofnun, Vegagerðinni og Landhelgisgæslunni. Gerðar hafa verið breytinga á vegtengingu við Vestfjarðarveg mt.t. til athugasemda Vegagerðarinnar. Bæjarráð samþykkir skipulagið og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

Samþykkt með öllum greiddum atkvæðum. Bæjarráð samþykkir skipulögin og felur skipulagsfulltrúa skipulögin til fulllnaðarafgreiðslu í samræmi við 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Fundargerðin samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.