Hoppa yfir valmynd

Reglur um ungmennaráð

Málsnúmer 1303054

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. júní 2013 – Bæjarstjórn

Lagðar fram ”Reglur um Ungmennaráð Vesturbyggðar.“
Til máls tók: Forseti.
Reglur um Ungmennaráð Vesturbyggðar samþykktar samhljóða.




4. júní 2013 – Bæjarstjórn

Lagðar fram ”Reglur um Ungmennaráð Vesturbyggðar.“
Til máls tóku: Forseti, ÁS, GE, MÓH og ÁSG.
Lögð fram fram breytingartillaga við 2.gr.:
2. gr. Skipan ráðsins
Í Ungmennaráði Vesturbyggðar eiga sæti fimm fulltrúar og jafn margir til vara. Fulltrúar skulu eiga lögheimili í Vesturbyggð og vera á aldrinum 13 - 20 ára árið sem kosið er. Þrír fulltrúar skulu valdir af lýðræðislega kjörnum nemendaráðum skólanna fyrir 1. október ár hvert en íþrótta- og æskulýðsnefnd skipar tvo fulltrúa. Íþrótta- og æskulýðsnefnd gerir að því loknu tillögu um fulltrúa í ráðið sem bæjarstjórn staðfestir.
Formaður skal skipaður sérstaklega. Við val á fulltrúum skal leitast við að:
? Kynjahluföll séu sem jöfnust.
? Tveir fulltrúar komi frá Grunnskóla Vesturbyggðar á aldrinum 13-16 ára.
? Tveir fulltrúar á aldrinum 16-20 ára þar af annar frá FSN.
? Fulltrúi sitji eigi lengur en tvö ár í ráðinu.

Bæjarstjórn vísar reglum um Ungmennaráð Vesturbyggðar til seinni umræðu í bæjarstjórn.




27. febrúar 2013 – Íþrótta- og æskulýðsnefnd

Reglur um Ungmennaráð Vesturbyggðar lagðar fyrir og samþykktar samhljóða.




20. maí 2014 – Bæjarráð

Bæjarráð samþykkir breytingatillögur íþrótta og æskulýðsnefndar varðandi skipan í ungmennaráð.