Hoppa yfir valmynd

Íþrótta- og æskulýðsnefnd #60

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 27. febrúar 2013 og hófst hann kl. 16:45

    Fundargerð ritaði
    • Elsa Reimarsdóttir

    Almenn erindi

    1. Patreksdagurinn 17. mars

    20. ár eru síðan Patreksdagurinn var fyrst haldinn. Að þessu sinni verður haldin hæfileikakeppni og safnarasýning ef næg þátttaka fæst. Að venju verður boðið upp á kaffi og konfekt.

    Á Sjóræningjahúsinu verða tónleikar laugardaginn 16. mars þar sem írsk tónlist verður flutt. Ef fleiri aðilar vilja bjóða upp á viðburði og tengja þá við Patreksdaginn eru viðkomandi beðnir um að hafa samband við frístundafulltrúa.

    Nefndin hvetur íbúa og þjónustuaðila í Vesturbyggð til þess að taka þátt og að gera græna litinn áberandi.

      Málsnúmer 1303051

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Sumarnámskeið fyrir börn og unglinga

      Parkour - kannað verði hvort hægt sé að halda styttra námskeið. Kannað verði með fleiri möguleika s.s. Caboera, HippHop eða break dans, siglinganámskeið svo dæmi séu tekin.
      Stutt könnun verður gerð meðal grunnskólanemenda. Íbúar eru hvattir til þess að koma með hugmyndir að sumarnámskeiðum.

        Málsnúmer 1303052

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Eineltisáætlun

        Gátlisti Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar kynntur.
        Gátlistinn er leiðbeinandi fyrir þá sem vinna að gerð eineltisáætlana á starfsstöðum skóla- og frístundasviðs. Hann samræmir áætlun um forvarnir, inngrip og eftirfylgd í eineltismálum í öllum hverfum borgarinnar. Gátlistinn var unninn í víðtæku samráði starfsfólks skóla- og frístundasviðs, fulltrúa foreldra og þjónustumiðstöðva (af vef Reykjavíkurborgar http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3809/6353 view-6014/).

          Málsnúmer 1303053

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Reglur um ungmennaráð

          Reglur um Ungmennaráð Vesturbyggðar lagðar fyrir og samþykktar samhljóða.

            Málsnúmer 1303054 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45