Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #259

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 4. júní 2013 og hófst hann kl. 15:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 259. fundar þriðjudaginn 4. júní 2013 kl. 15:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði.
    Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir séu við fundarboðun. Svo var ekki.

    Fjarverandi bæjarfulltrúi

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarstjórn - 258

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1305002F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Félagsmálanefnd - 14

      Fundargerðin er í 2. töluliðum.
      Til máls tóku: AJ og forseti.
      Fundargerðin staðfest samhljóða.

        Málsnúmer 1304008F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Almenn erindi

        3. Útboð ,,Sláttur og Hirðing 2013-2015"

        Lagt fram minnisblað dags. 17. maí 2013 frá Elfari St. Karlssyni, tæknideild Vesturbyggðar ásamt tilboði að upphæð 4.819.785 kr. frá BA-337 ehf. í slátt og hirðingu á opnum svæðum á Patreksfirði vegna tímabilsins 2013-2015.
        Til máls tóku: GE, AJ, ÁSG, forseti, bæjarstjóri og ÁS.
        Bæjarstjórn samþykkir tilboðið samhljóða.

          Málsnúmer 1303045 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Reglur um ungmennaráð

          Lagðar fram ”Reglur um Ungmennaráð Vesturbyggðar.“
          Til máls tóku: Forseti, ÁS, GE, MÓH og ÁSG.
          Lögð fram fram breytingartillaga við 2.gr.:
          2. gr. Skipan ráðsins
          Í Ungmennaráði Vesturbyggðar eiga sæti fimm fulltrúar og jafn margir til vara. Fulltrúar skulu eiga lögheimili í Vesturbyggð og vera á aldrinum 13 - 20 ára árið sem kosið er. Þrír fulltrúar skulu valdir af lýðræðislega kjörnum nemendaráðum skólanna fyrir 1. október ár hvert en íþrótta- og æskulýðsnefnd skipar tvo fulltrúa. Íþrótta- og æskulýðsnefnd gerir að því loknu tillögu um fulltrúa í ráðið sem bæjarstjórn staðfestir.
          Formaður skal skipaður sérstaklega. Við val á fulltrúum skal leitast við að:
          ? Kynjahluföll séu sem jöfnust.
          ? Tveir fulltrúar komi frá Grunnskóla Vesturbyggðar á aldrinum 13-16 ára.
          ? Tveir fulltrúar á aldrinum 16-20 ára þar af annar frá FSN.
          ? Fulltrúi sitji eigi lengur en tvö ár í ráðinu.

          Bæjarstjórn vísar reglum um Ungmennaráð Vesturbyggðar til seinni umræðu í bæjarstjórn.

            Málsnúmer 1303054 4

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Ársreikningur Vesturbyggðar 2012

            Lagður fram ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2012 ásamt sundurliðunarbók og skýrslu löggiltra endurskoðenda sveitarfélagsins til seinni umræðu.
            Gestir fundarins í síma (Skype) undir þessum lið dagskrár voru Auðunn Guðjónsson og Haraldur Örn Reynisson endurskoðendur KPMG.
            Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti, GE, AJ og ÁS.
            Bæjarstjórn endurtekur bókun sína frá 258. fundi 27. maí sl.:
            ”Eftir áralangan erfiðan rekstur sveitarfélagsins Vesturbyggðar eru loksins jákvæð teikn á lofti. Niðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir árið 2012 er umfram væntingar og fjárhagsáætlun ársins 2012 og skilar samstæðan Vesturbyggð, A og B-hluti 21,4 milljónum króna í rekstrarafgang. Skuldir hafa lækkað og tekjur sveitarfélagsins eru umtalsvert hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2012. Skuldahlutfall hefur lækkað og er nú 144% en það var 174% í árslok 2011. Íbúum hefur fjölgað um 3% milli ára.

            Mikill niðurskurður hefur verið hjá sveitarfélaginu undanfarin ár og hafa starfsmenn sveitarfélagsins tekist á við erfið verkefni með takmörkuðu rekstrarfé með einstökum hætti sem ber að þakka. Frávik í rekstri ársins 2012 hjá deildum eru ekki veruleg nema í fræðslu- og uppeldismálum, skipulags- og byggingarmálum og umhverfismálum. Þau frávik skýrast helst af örum vexti samfélagsins; börnum hefur fjölgað á leikskólum sem kallar á fleira starfsfólk, þá var horfið frá hækkun leikskólagjalda í upphafi síðasta árs. Meiri umsvif hafa verið í skipulags- og byggingarmálum og mikið starf hefur verið unnið í umhverfismálum síðasta ár.
            Skuldir hafa verið greiddar niður um 105 milljónir króna á síðasta ári sem er 60 milljónum krónum meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2012.

            Helstu lykiltölur úr ársreikningi samstæðu Vesturbyggðar:
            * Niðurstaða rekstrar er jákvæð um 21,4 millj.kr. og skuldahlutfall nemur 144% í árslok 2012. Þetta hlutfall var 174% í árslok 2011.
            * Bókfærðar heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins hafa á árinu 2012 lækkað um 74 milljónir króna.
            * Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2012 námu rekstrartekjur A og B-hluta 848 millj. kr. samanborið við 744 millj. kr. á árinu 2011. Hækkun milli ára nemur því 104 millj. kr.
            * Rekstrargjöld A og B-hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir námu á árinu 2012 753 millj. kr. en voru 739 millj. kr. á árinu 2011. Hækkun frá fyrra ári 14 millj. kr.
            * Í ársreikningi kemur fram að mismunur tekna og gjalda A-hluta er jákvæður um 20,7 millj. kr.
            * Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir og Fasteignir Vesturbyggðar ehf. teljast til B-hluta sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða B-hluta í heild sinni er jákvæð um 0,7 millj. kr.
            * Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B-hluta árið 2012 námu 74 millj. kr. en fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld voru 48 millj. kr. árið 2011.
            * Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri A og B-hluta 110 millj. kr. á árinu 2012 samanborið við 35 millj. kr. á árinu 2011. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A og B-hluta 66 millj. kr. samanborið við handbært fé frá rekstri 38 millj. kr. á árinu 2011.
            * Jákvæðar fjárfestingarhreyfingar (innborganir umfram útborganir) á árinu 2012 í A og B-hluta námu 0,4 millj. kr. samanborið við 16,9 millj. kr. neikvæðar fjárfestingarhreyfingar á árinu 2011.
            * Afborganir langtímalána umfram lántökur námu 105 millj. kr. samanborið við afborganir umfram lántökur 9 millj. kr. árið áður.
            * Handbært fé lækkaði um 39 millj. kr. á árinu og nam það 1,3 millj. kr. í árslok 2012.“
            Ársreikningur bæjarsjóðs Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2012 samþykktur samhljóða.

              Málsnúmer 1305021 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00