Hoppa yfir valmynd

Ársreikningur Vesturbyggðar 2012

Málsnúmer 1305021

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

4. júní 2013 – Bæjarstjórn

Lagður fram ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2012 ásamt sundurliðunarbók og skýrslu löggiltra endurskoðenda sveitarfélagsins til seinni umræðu.
Gestir fundarins í síma (Skype) undir þessum lið dagskrár voru Auðunn Guðjónsson og Haraldur Örn Reynisson endurskoðendur KPMG.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, forseti, GE, AJ og ÁS.
Bæjarstjórn endurtekur bókun sína frá 258. fundi 27. maí sl.:
”Eftir áralangan erfiðan rekstur sveitarfélagsins Vesturbyggðar eru loksins jákvæð teikn á lofti. Niðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir árið 2012 er umfram væntingar og fjárhagsáætlun ársins 2012 og skilar samstæðan Vesturbyggð, A og B-hluti 21,4 milljónum króna í rekstrarafgang. Skuldir hafa lækkað og tekjur sveitarfélagsins eru umtalsvert hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2012. Skuldahlutfall hefur lækkað og er nú 144% en það var 174% í árslok 2011. Íbúum hefur fjölgað um 3% milli ára.

Mikill niðurskurður hefur verið hjá sveitarfélaginu undanfarin ár og hafa starfsmenn sveitarfélagsins tekist á við erfið verkefni með takmörkuðu rekstrarfé með einstökum hætti sem ber að þakka. Frávik í rekstri ársins 2012 hjá deildum eru ekki veruleg nema í fræðslu- og uppeldismálum, skipulags- og byggingarmálum og umhverfismálum. Þau frávik skýrast helst af örum vexti samfélagsins; börnum hefur fjölgað á leikskólum sem kallar á fleira starfsfólk, þá var horfið frá hækkun leikskólagjalda í upphafi síðasta árs. Meiri umsvif hafa verið í skipulags- og byggingarmálum og mikið starf hefur verið unnið í umhverfismálum síðasta ár.
Skuldir hafa verið greiddar niður um 105 milljónir króna á síðasta ári sem er 60 milljónum krónum meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2012.

Helstu lykiltölur úr ársreikningi samstæðu Vesturbyggðar:
* Niðurstaða rekstrar er jákvæð um 21,4 millj.kr. og skuldahlutfall nemur 144% í árslok 2012. Þetta hlutfall var 174% í árslok 2011.
* Bókfærðar heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins hafa á árinu 2012 lækkað um 74 milljónir króna.
* Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2012 námu rekstrartekjur A og B-hluta 848 millj. kr. samanborið við 744 millj. kr. á árinu 2011. Hækkun milli ára nemur því 104 millj. kr.
* Rekstrargjöld A og B-hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir námu á árinu 2012 753 millj. kr. en voru 739 millj. kr. á árinu 2011. Hækkun frá fyrra ári 14 millj. kr.
* Í ársreikningi kemur fram að mismunur tekna og gjalda A-hluta er jákvæður um 20,7 millj. kr.
* Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir og Fasteignir Vesturbyggðar ehf. teljast til B-hluta sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða B-hluta í heild sinni er jákvæð um 0,7 millj. kr.
* Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B-hluta árið 2012 námu 74 millj. kr. en fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld voru 48 millj. kr. árið 2011.
* Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri A og B-hluta 110 millj. kr. á árinu 2012 samanborið við 35 millj. kr. á árinu 2011. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A og B-hluta 66 millj. kr. samanborið við handbært fé frá rekstri 38 millj. kr. á árinu 2011.
* Jákvæðar fjárfestingarhreyfingar (innborganir umfram útborganir) á árinu 2012 í A og B-hluta námu 0,4 millj. kr. samanborið við 16,9 millj. kr. neikvæðar fjárfestingarhreyfingar á árinu 2011.
* Afborganir langtímalána umfram lántökur námu 105 millj. kr. samanborið við afborganir umfram lántökur 9 millj. kr. árið áður.
* Handbært fé lækkaði um 39 millj. kr. á árinu og nam það 1,3 millj. kr. í árslok 2012.“
Ársreikningur bæjarsjóðs Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2012 samþykktur samhljóða.




22. maí 2013 – Bæjarstjórn

Lagður fram ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2012 ásamt sundurliðunarbók.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, skrifstofustjóri og GIB.
Bæjarstjórn lagði fram bókun: ”Eftir áralangan erfiðan rekstur sveitarfélagsins Vesturbyggðar eru loksins jákvæð teikn á lofti. Niðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir árið 2012 er umfram væntingar og fjárhagsáætlun ársins 2012 og skilar samstæðan Vesturbyggð, A og B-hluti 21,4 milljónum króna í rekstrarafgang. Skuldir hafa lækkað og tekjur sveitarfélagsins eru umtalsvert hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2012. Skuldahlutfall hefur lækkað og er nú 144% en það var 174% í árslok 2011. Íbúum hefur fjölgað um 3% milli ára.

Mikill niðurskurður hefur verið hjá sveitarfélaginu undanfarin ár og hafa starfsmenn sveitarfélagsins tekist á við erfið verkefni með takmörkuðu rekstrarfé með einstökum hætti sem ber að þakka. Frávik í rekstri ársins 2012 hjá deildum eru ekki veruleg nema í fræðslu- og uppeldismálum, skipulags- og byggingarmálum og umhverfismálum. Þau frávik skýrast helst af örum vexti samfélagsins; börnum hefur fjölgað á leikskólum sem kallar á fleira starfsfólk, þá var horfið frá hækkun leikskólagjalda í upphafi síðasta árs. Meiri umsvif hafa verið í skipulags- og byggingarmálum og mikið starf hefur verið unnið í umhverfismálum síðustu ár.
Skuldir hafa verið greiddar niður um 105 milljónir króna á síðasta ári sem er 60 milljónum krónum meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2012.

Helstu lykiltölur úr ársreikningi samstæðu Vesturbyggðar:

* Niðurstaða rekstrar er jákvæð um 21,4 millj.kr. og skuldahlutfall nemur 144% í árslok 2012. Þetta hlutfall var 174% í árslok 2011.
* Bókfærðar heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins hafa á árinu 2012 lækkað um 74 milljónir króna.
* Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2012 námu rekstrartekjur A og B-hluta 848 millj. kr. samanborið við 744 millj. kr. á árinu 2011. Hækkun milli ára nemur því 104 millj. kr.
* Rekstrargjöld A og B-hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir námu á árinu 2012 753 millj. kr. en voru 739 millj. kr. á árinu 2011. Hækkun frá fyrra ári 14 millj. kr.
* Í ársreikningi kemur fram að mismunur tekna og gjalda A-hluta er jákvæður um 20,7 millj. kr.
* Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir og Fasteignir Vesturbyggðar ehf. teljast til B-hluta sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða B-hluta í heild sinni er jákvæð um 0,7 millj. kr.
* Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B-hluta árið 2012 námu 74 millj. kr. en fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld voru 48 millj. kr. árið 2011.
* Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri A og B-hluta 110 millj. kr. á árinu 2012 samanborið við 35 millj. kr. á árinu 2011. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A og B-hluta 66 millj. kr. samanborið við handbært fé frá rekstri 38 millj. kr. á árinu 2011.
* Jákvæðar fjárfestingarhreyfingar (innborganir umfram útborganir) á árinu 2012 í A og B-hluta námu 0,4 millj. kr. samanborið við 16,9 millj. kr. neikvæðar fjárfestingarhreyfingar á árinu 2011.
* Afborganir langtímalána umfram lántökur námu 105 millj. kr. samanborið við afborganir umfram lántökur 9 millj. kr. árið áður.
* Handbært fé lækkaði um 39 millj. kr. á árinu og nam það 1,3 millj. kr. í árslok 2012.“
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2012 til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.




21. maí 2013 – Bæjarráð

Athugið að þetta eru fyrstu drög að ársreikningnum. Líkur eru á að rekstrarniðurstaðan muni breytast vegna reikninga sem á að eignfæra í hafnarsjóði og eignasjóði. Það kom í ljós við yfirferð nú um helgina.

Rætt um ársreikninga Vesturbyggðar. Haraldur Örn Reynisson endurskoðandi KPMG var í síma.