Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #258

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 22. maí 2013 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Fjarverandi bæjarfulltrúi: Jón Árnason í h.st. Magnús Ólafs Hansson.

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 258. fundar mánudaginn 27. maí 2013 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði.
    Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugas

    Fundargerðir til staðfestingar

    1. Bæjarstjórn - 257

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1304003F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Bæjarráð - 675

      Fundargerðin er í 7. töluliðum.
      Til máls tóku: GE, bæjarstjóri, forseti og AJ.
      4.tölul. ”Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar opnun nýs glæsilegs hótels á Patreksfirði, Fosshótel Vestfirðir, og óskar eigendum, rekstraraðilum, íbúum og ferðaþjónustunni innilega til hamingju með þetta ánægjulega skref til frekari uppbyggingar ferðaþjónustu á Vestfjörðum.“
      Fundargerðin staðfest samhljóða.

        Málsnúmer 1304011F 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Bæjarráð - 676

        Fundargerðin er í 11. töluliðum.
        Til máls tóku: MÓH, forseti, GE, bæjarstjóri og AJ.
        5.tölul. Bæjarstjóri lét bóka að hún hafi vikið af fundi.
        8.tölul. vísað til 8. dagskrárliðar.
        Fundargerðin staðfest samhljóða.

          Málsnúmer 1305004F 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 60

          Fundargerðin er í 5. töluliðum.
          Til máls tóku: Forseti og AJ.
          5.tölul.: Umræðu frestað um reglur um Ungmennaráð.
          Fundargerðin staðfest samhljóða.

            Málsnúmer 1302009F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Fræðslunefnd - 92

            Fundargerðin er í 7. töluliðum.
            Til máls tóku: AJ, bæjarstjóri, GE og forseti.
            Fundargerðin staðfest samhljóða.

              Málsnúmer 1304010F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Hafnarstjórn - 130

              Fundargerðin er í 4. töluliðum.
              Til máls tóku: Bæjarstjóri, ÁSG, GIB, GE, MÓH, ÁS og forseti.
              Fundargerðin staðfest samhljóða.

                Málsnúmer 1304009F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Hafnarstjórn - 131

                Fundargerðin er í 2. töluliðum.
                Til máls tóku: Bæjarstjóri, GIB, MÓH, ÁSG og AJ.
                Fundargerðin staðfest samhljóða.

                  Málsnúmer 1304013F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Almenn erindi

                  8. Ársreikningur Vesturbyggðar 2012

                  Lagður fram ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2012 ásamt sundurliðunarbók.
                  Til máls tóku: Bæjarstjóri, skrifstofustjóri og GIB.
                  Bæjarstjórn lagði fram bókun: ”Eftir áralangan erfiðan rekstur sveitarfélagsins Vesturbyggðar eru loksins jákvæð teikn á lofti. Niðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir árið 2012 er umfram væntingar og fjárhagsáætlun ársins 2012 og skilar samstæðan Vesturbyggð, A og B-hluti 21,4 milljónum króna í rekstrarafgang. Skuldir hafa lækkað og tekjur sveitarfélagsins eru umtalsvert hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2012. Skuldahlutfall hefur lækkað og er nú 144% en það var 174% í árslok 2011. Íbúum hefur fjölgað um 3% milli ára.

                  Mikill niðurskurður hefur verið hjá sveitarfélaginu undanfarin ár og hafa starfsmenn sveitarfélagsins tekist á við erfið verkefni með takmörkuðu rekstrarfé með einstökum hætti sem ber að þakka. Frávik í rekstri ársins 2012 hjá deildum eru ekki veruleg nema í fræðslu- og uppeldismálum, skipulags- og byggingarmálum og umhverfismálum. Þau frávik skýrast helst af örum vexti samfélagsins; börnum hefur fjölgað á leikskólum sem kallar á fleira starfsfólk, þá var horfið frá hækkun leikskólagjalda í upphafi síðasta árs. Meiri umsvif hafa verið í skipulags- og byggingarmálum og mikið starf hefur verið unnið í umhverfismálum síðustu ár.
                  Skuldir hafa verið greiddar niður um 105 milljónir króna á síðasta ári sem er 60 milljónum krónum meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2012.

                  Helstu lykiltölur úr ársreikningi samstæðu Vesturbyggðar:

                  * Niðurstaða rekstrar er jákvæð um 21,4 millj.kr. og skuldahlutfall nemur 144% í árslok 2012. Þetta hlutfall var 174% í árslok 2011.
                  * Bókfærðar heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins hafa á árinu 2012 lækkað um 74 milljónir króna.
                  * Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2012 námu rekstrartekjur A og B-hluta 848 millj. kr. samanborið við 744 millj. kr. á árinu 2011. Hækkun milli ára nemur því 104 millj. kr.
                  * Rekstrargjöld A og B-hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir námu á árinu 2012 753 millj. kr. en voru 739 millj. kr. á árinu 2011. Hækkun frá fyrra ári 14 millj. kr.
                  * Í ársreikningi kemur fram að mismunur tekna og gjalda A-hluta er jákvæður um 20,7 millj. kr.
                  * Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir og Fasteignir Vesturbyggðar ehf. teljast til B-hluta sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða B-hluta í heild sinni er jákvæð um 0,7 millj. kr.
                  * Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B-hluta árið 2012 námu 74 millj. kr. en fjármunatekjur umfram fjármagnsgjöld voru 48 millj. kr. árið 2011.
                  * Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri A og B-hluta 110 millj. kr. á árinu 2012 samanborið við 35 millj. kr. á árinu 2011. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A og B-hluta 66 millj. kr. samanborið við handbært fé frá rekstri 38 millj. kr. á árinu 2011.
                  * Jákvæðar fjárfestingarhreyfingar (innborganir umfram útborganir) á árinu 2012 í A og B-hluta námu 0,4 millj. kr. samanborið við 16,9 millj. kr. neikvæðar fjárfestingarhreyfingar á árinu 2011.
                  * Afborganir langtímalána umfram lántökur námu 105 millj. kr. samanborið við afborganir umfram lántökur 9 millj. kr. árið áður.
                  * Handbært fé lækkaði um 39 millj. kr. á árinu og nam það 1,3 millj. kr. í árslok 2012.“
                  Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2012 til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.

                    Málsnúmer 1305021 3

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Vegagerð í Kjálkafirði

                    Lögð fram bókun: ”Bæjarstjórn Vesturbyggðar harmar það ófremdarástand sem skapast hefur vegna vegagerðar á þjóðvegi 60 í Kjálkafirði. Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur ríka áherslu á að vöktun og hreinsun vegarins verði sett í forgang og fundin verði nú þegar varanleg lausn á þessu alvarlega ástandi svo öryggi vegfarenda verði tryggt.“

                      Málsnúmer 1305050

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00