Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #260

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 26. júní 2013 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 260. fundar miðvikudaginn 26. júní 2013 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði.
    Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir séu við fundarboðun. Svo var ekki.

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarstjórn - 259

    Fundargerðin lögð fram til kynningar.

      Málsnúmer 1305005F

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 37

      Fundargerðin er í 4. töluliðum.
      Til máls tóku: Forseti, GE, MÓH og AJ.
      4. tölul. Vísað til frístundafulltrúa sem kalli saman fulltrúa íþróttafélaga í byggðalögunum til að ræða samhæfingu á íþróttastarfsemi innan svæðisins.
      Fundargerðin staðfest samhljóða.

        Málsnúmer 1305001F

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fundargerðir til staðfestingar

        3. Bæjarráð - 677

        Fundargerðin er í 14. töluliðum.
        Til máls tóku: Forseti, skrifstofustjóri, MÓH, ÁS, GE og ÁSG.
        Fundargerðin staðfest samhljóða.

          Málsnúmer 1306003F 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Félagsmálanefnd - 15

          Fundargerðin er í 1. tölulið.
          Til máls tók: Forseti.
          Fundargerðin staðfest samhljóða.

            Málsnúmer 1304012F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Landbúnaðarnefnd - 22

            Fundargerðin er í 3. töluliðum.
            Til máls tóku: ÁS, forseti, MÓH, GIB og AJ.
            2. tölul. Bæjarráð samþykkir tillögu landbúnaðarnefndar um fulltrúa í sameiginlegri fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps en vísar tillögu um formann og fjölda nefndarmanna til bæjarráðs.
            Fundargerðin samþykkt með sex atkvæðum og einn situr hjá.

              Málsnúmer 1306002F

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Skipulags- og byggingarnefnd - 178

              Fundargerðin er í 10. töluliðum.
              Til máls tóku: Forseti og GE.
              Eftirfarandi liður fundargerðarinnar var tekinn sérstaklega til afgreiðslu:
              5.tölul.: Selárdalur: Deiliskipulag frístundabyggðar.
              Deiliskipulag fyrir frístundabyggð í Selárdal sem var samþykkt í B-deild stjórnartíðinda 20.5. 2010. Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingu á kafla 3.2.1 bls. 14 í greinargerð: tekin verður út krafa um að frístundarhús skulu byggð úr steinsteypu og sett verði inn í staðinn að frístundahús skulu vera í anda þeirra húsa sem fyrir eru og voru í Selárdal. Skipulagsbreytingin telst óveruleg og er skipulagsfulltrúa falið að vinna grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
              Fundargerðin staðfest samhljóða.

                Málsnúmer 1304005F

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Skipulags- og byggingarnefnd - 179

                Fundargerðin er í 3. töluliðum.
                Til máls tók: Forseti.
                Eftirfarandi liður fundargerðarinnar var tekinn sérstaklega til afgreiðslu:
                2.tölul.: Nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar.
                Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillögu að nýtingaráætlun fyrir strandsvæði Arnarfjarðar 2012-2024.
                Fundargerðin staðfest samhljóða.

                  Málsnúmer 1306001F

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Almenn erindi

                  8. Reglur um ungmennaráð

                  Lagðar fram ”Reglur um Ungmennaráð Vesturbyggðar.“
                  Til máls tók: Forseti.
                  Reglur um Ungmennaráð Vesturbyggðar samþykktar samhljóða.

                    Málsnúmer 1303054 4

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Kosning í embætti.

                    Forseti lagði fram tillögur um kosningu í embætti samkvæmt 15.gr.,16.gr. og 44. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp Vesturbyggðar:
                    a. Friðbjörg Matthíasdóttur, forseti, Ásdís Snót Guðmundsdóttir 1. varaforseti og Arnheiður Jónsdóttir sem 2. varaforseti bæjarstjórnar.
                    Tillagan samþykkt samhljóða.
                    b. Ásgeir Sveinsson sem skrifari og til vara Gunnar Ingvi Bjarnason.
                    Tillagan samþykkt samhljóða.
                    c. Bæjarráð skipi:
                    Aðalmenn:
                    Ásgeir Sveinsson
                    Friðbjörg Matthíasdóttir
                    Guðrún Eggertsdóttir.
                    Til vara:
                    Ásdís Snót Guðmundsdóttir
                    Gunnar Ingvi Bjarnason
                    Arnheiður Jónsdóttir.
                    Tillagan samþykkt samhljóða.

                      Málsnúmer 1206042 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Sumarfrí bæjarstjórnar 2013

                      Forseti lagði fram eftirfarandi tillögu:
                      ”Í samræmi við 7. gr. og 3. mgr. 48. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Vesturbyggðar samþykkir bæjarstjórn að fella niður reglulega fundi bæjarstjórnar frá 27. júní til og með 20. ágúst n.k. og veitir bæjarráði umboð til fullnaðarafgreiðslu mála á þessu tímabili. Umboðið er háð því að a.m.k. tveir fulltrúar í bæjarráði ásamt bæjarstjóra séu sammála ef um er að ræða mál sem hafa verulega fjárhagslega þýðingu fyrir bæjarsjóð og/eða stofnanir hans.”
                      Til máls tók: Forseti.
                      Tillagan samþykkt samhljóða.

                        Málsnúmer 1306066

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00