Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd - 178

Málsnúmer 1304005F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. júní 2013 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 10. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti og GE.
Eftirfarandi liður fundargerðarinnar var tekinn sérstaklega til afgreiðslu:
5.tölul.: Selárdalur: Deiliskipulag frístundabyggðar.
Deiliskipulag fyrir frístundabyggð í Selárdal sem var samþykkt í B-deild stjórnartíðinda 20.5. 2010. Bæjarstjórn samþykkir eftirfarandi breytingu á kafla 3.2.1 bls. 14 í greinargerð: tekin verður út krafa um að frístundarhús skulu byggð úr steinsteypu og sett verði inn í staðinn að frístundahús skulu vera í anda þeirra húsa sem fyrir eru og voru í Selárdal. Skipulagsbreytingin telst óveruleg og er skipulagsfulltrúa falið að vinna grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Fundargerðin staðfest samhljóða.