Hoppa yfir valmynd

Ungmennaráð

Málsnúmer 1206015

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. október 2012 – Íþrótta- og æskulýðsnefnd

Íþrótta- og æskulýðsnefnd bókaði á 57. fundi sínum vilja til þess að stofna sameiginlegt ungmennaráð með Tálknafjarðarhreppi. Við nánari skoðun og í samráði Kristrúnu er talið rétt að stofnuð verði ungmennaráð fyrir hvort sveitarfélag fyrir sig til þess að byrja með. Íþrótta- og æskulýðsnefnd vinnur að drögum að reglum um ungmennaráð sem lagðar verði fyrir á næsta fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar.




12. september 2012 – Íþrótta- og æskulýðsnefnd

Á 57. fundi sínum bókaði íþrótta- og æskulýðsnefnd: Nefndin hefur áhuga fyrir því að stofnað verði sameiginlegt ungmennaráð fyrir bæði sveitarfélögin. Fundargerðin var staðfest á 249. fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar og verður lögð fyrir á fundi Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps í dag. Nefndin mun taka málið upp á næsta fundi sínum.




6. júní 2012 – Íþrótta- og æskulýðsnefnd

Til fundarins voru boðnar Sigríður Etna og Kristrún Marínósdætur. Sigríður Etna sem situr í Ungmennaráði UMFÍ kom með kynningu á starfsemi ungmennaráða. Tillaga sem Sigríður Etna vann um stofnun ungmennaráðs var samþykkt í Tálknafjarðarhreppi. Nefndin hefur áhuga fyrir því að stofnað verði sameiginlegt ungmennaráð fyrir bæði sveitarfélögin.