Hoppa yfir valmynd

Íþrótta- og æskulýðsnefnd #59

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 10. október 2012 og hófst hann kl. 16:15

    Fundargerð ritaði
    • Elsa Reimarsdóttir

    Almenn erindi

    1. Ungmennaráð

    Íþrótta- og æskulýðsnefnd bókaði á 57. fundi sínum vilja til þess að stofna sameiginlegt ungmennaráð með Tálknafjarðarhreppi. Við nánari skoðun og í samráði Kristrúnu er talið rétt að stofnuð verði ungmennaráð fyrir hvort sveitarfélag fyrir sig til þess að byrja með. Íþrótta- og æskulýðsnefnd vinnur að drögum að reglum um ungmennaráð sem lagðar verði fyrir á næsta fundi íþrótta- og æskulýðsnefndar.

      Málsnúmer 1206015 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Útihreystibraut

      Frestað til næsta fundar þar sem upplýsingar um kostnað bárust ekki í tíma.

        Málsnúmer 1206016 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Gæfuspor. Verkefni á vegum UMFÍ

        Gæfuspor er verkefni sem er ætlað að hvetja fólk eldra en 60 ára til að fara út að ganga með góðum hópi jafninga. Allir geta tekið þátt í verkefninu á sínum forsendum. Ekki er um keppni að ræða heldur setur hver þátttakandi sér markmið við sitt hæfi. Lögð er áhersla á að hóparnir fari reglulega út að ganga í viku hverri, hittist á fyrirfram ákveðnum stöðum og síðan gengur hver og einn á sínum hraða og sína vegalengd. Hópar á hverjum stað fyrir sig velja síðan stað og tíma sem hentar til vikurlegra gönguferða. Í dag eru fjölmargir gönguhópar eldra fólks víðvegar um landið og er það vel. Gæfusporið á að vera hvatning fyrir enn fleiri til að taka fyrsta skrefið.
        http://umfi.is/umfi09/veftre/verkefni/almenningsithrottir/gaefuspor/

        Nefndin hvetur íbúa 60 ára og eldri til þess að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.

          Málsnúmer 1210031

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Nýting íþróttamannvirkja

          Greina þarf upplýsingar um nýtingu húsanna betur til þess að þær gefi rétta mynd. Vísað til næsta fundar. Nefndin ræddi um mikilvægi þess að fá tjald til þess að skipta salnum í Bröttuhlíð svo hægt sé að nýta hann betur.

          Önnur mál:
          Næsti fundur íþrótta- og æskulýðsnefndar verður haldinn miðvikudaginn 31. október og kemur í stað fundar í nóvember.

          Fundargerðin borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1210030

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:15