Hoppa yfir valmynd

Gæfuspor. Verkefni á vegum UMFÍ

Málsnúmer 1210031

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. október 2012 – Íþrótta- og æskulýðsnefnd

Gæfuspor er verkefni sem er ætlað að hvetja fólk eldra en 60 ára til að fara út að ganga með góðum hópi jafninga. Allir geta tekið þátt í verkefninu á sínum forsendum. Ekki er um keppni að ræða heldur setur hver þátttakandi sér markmið við sitt hæfi. Lögð er áhersla á að hóparnir fari reglulega út að ganga í viku hverri, hittist á fyrirfram ákveðnum stöðum og síðan gengur hver og einn á sínum hraða og sína vegalengd. Hópar á hverjum stað fyrir sig velja síðan stað og tíma sem hentar til vikurlegra gönguferða. Í dag eru fjölmargir gönguhópar eldra fólks víðvegar um landið og er það vel. Gæfusporið á að vera hvatning fyrir enn fleiri til að taka fyrsta skrefið.
http://umfi.is/umfi09/veftre/verkefni/almenningsithrottir/gaefuspor/

Nefndin hvetur íbúa 60 ára og eldri til þess að taka þátt í þessu skemmtilega verkefni.