Hoppa yfir valmynd

Íþrótta- og æskulýðsnefnd #58

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 12. september 2012 og hófst hann kl. 16:30

    Fundargerð ritaði
    • Elsa Reimarsdóttir Félagsmálastjóri

    Aron Hauksson hefur sagt sig úr nefndinni. Vill nefndin þakka honum fyrir gott samstarf. Kristín Brynja Gunnarsdóttir kemur nú inn að nýju og Sædís Eiríksdóttir varamaður Kristínar Brynju tekur nú sæti fastafulltrúa í nefndinni í stað Arons.

    Almenn erindi

    1. Sumarstarf HHF

    Lilja Sigurðardóttir formaður HHF mætti á fundinn og fór yfir starfið það sem liðið er af árinu. Saga Ólafsdóttir var kjörinn íþróttamaður ársins. Samstarf HHF við vesturland hefur aukist og er vilji til að styrkja það frekar. Nýjir búningar eru nú tilbúnir og verða auglýstir til sölu. Ný heimasíða www.hhf.is var opnuð. Starfið gengur vel. Nú hefur HHF misst aðstöðu sína sem var í sláturhúsinu og einnig fundaraðstöðu.

      Málsnúmer 1209026

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Félagsheimilin í Vesturbyggð

      Nefndin hvetur til þess stjórnir aðildarfélaga félagsheimila verði skipaðar þar sem starf hefur legið niðri. Félagsheimilin eru í misjöfnu ástandi og þarf að huga að viðhaldi þar sem það er brýnast.

        Málsnúmer 1209027 4

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Vetrarstarf - frjálsar íþróttir

        Íþrótta- og æskulýðsnefnd hvetur íþróttafélögin til þess að viðhalda samstarfi í íþróttum yfir vetrartímann.

          Málsnúmer 1209029

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Göngum í skólann

          Íþrótta- og æskulýðsnefnd hvetur foreldra til þess að ganga með börnum sínum í skólann. Mikilvægt er að foreldrar hvetji börn sín og unglinga til aukinnar virkni og að þau gangi til og frá skóla á meðan öruggt er. Almenningur er hvattur til þess að sýna gott fordæmi með því að leggja bílum sínum og ganga eða hjóla til vinnu eða annarra verkefna.

            Málsnúmer 1209028

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Ungmennaráð

            Á 57. fundi sínum bókaði íþrótta- og æskulýðsnefnd: Nefndin hefur áhuga fyrir því að stofnað verði sameiginlegt ungmennaráð fyrir bæði sveitarfélögin. Fundargerðin var staðfest á 249. fundi bæjarstjórnar Vesturbyggðar og verður lögð fyrir á fundi Hreppsnefndar Tálknafjarðarhrepps í dag. Nefndin mun taka málið upp á næsta fundi sínum.

              Málsnúmer 1206015 3

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Útihreystibraut

              Myndir hafa borist frá Krumma vegna útihreystibrautar. Kostnaðartölur liggja ekki fyrir. Á síðasta fundi nefndarinnar voru teknar fyrir myndir og gróf kostnaðaráætlun varðandi heila Skólahreystibraut. Á næsta fundi liggi fyrir nánari kostnaðaráætlun við hreystibraut.

              Önnur mál:
              Move week
              Nefndin hvetur íþróttafélögin og HHF til þess að taka þátt í verkefninu sem hefst 1. október. Frekari upplýsingar um verkefnið eru á heimasíðu UMFÍ.

                Málsnúmer 1206016 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:30