Hoppa yfir valmynd

Íþrótta- og æskulýðsnefnd #57

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 6. júní 2012 og hófst hann kl. 16:45

    Fundargerð ritaði
    • Elsa Reimarsdóttir

    Aron Hauksson og Sólrún B. Aradóttir mættu ekki.

    Almenn erindi

    1. Ungmennaráð

    Til fundarins voru boðnar Sigríður Etna og Kristrún Marínósdætur. Sigríður Etna sem situr í Ungmennaráði UMFÍ kom með kynningu á starfsemi ungmennaráða. Tillaga sem Sigríður Etna vann um stofnun ungmennaráðs var samþykkt í Tálknafjarðarhreppi. Nefndin hefur áhuga fyrir því að stofnað verði sameiginlegt ungmennaráð fyrir bæði sveitarfélögin.

      Málsnúmer 1206015 3

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Útihreystibraut

      Lögð var fyrir kynning frá Skólahreysti.is um útiskólahreystibraut. Nefndin mun leggja fram verk- og kostnaðaráætlun fyrir slíka braut á næsta fundi.

        Málsnúmer 1206016 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Landsmót UMFÍ

        Landsmót UMFÍ 50 ára+ verður haldið í Mosfellsbæ næstu helgi. Íþrótta- og æskulýðsnefnd hvetur fólk til þess að sækja mótið hvort sem það er þátttakendur eða áhorfendur því margt er í boði fyrir alla. Allar frekari upplýsingar má finna á www.umfi.is

          Málsnúmer 1206017

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Sumarnámskeið

          Ýmsar hugmyndir ræddar sem til athugunar eru. Næsti fundur nefndarinnar eftir sumarfrí verður haldinn fyrsta miðvikudag í september.

            Málsnúmer 1206018

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:45