Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #270

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 12. maí 2014 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Fjarverandi bæjarfulltrúar: Gunnar Ingvi Bjarnason í h.st. Birna H. Kristinsdóttir, Jón Árnason í h.st. Magnús Ólafs Hansson.

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 270. fundar mánudaginn 12. maí 2014 kl. 17:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Friðbjö

    Almenn erindi

    1. Ársreikningur Vesturbyggðar 2013

    Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2013 ásamt sundurliðunarbók og endurskoðunarskýrslu . Undir dagskrárliðnum voru endurskoðendur sveitarfélagsins Auðunn Guðjónsson, löggiltur endurskoðandi KPMG í fjarsambandi um Skype.
    Til máls tóku: Bæjarstjóri, Auðunn Guðjónsson KPMG, MÓH, forseti, skrifstofustjóri og GE.
    Bæjarstjórn lagði fram bókun: ”Niðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir árið 2013 er umfram væntingar og fjárhagsáætlun ársins 2013, og skilar samstæða Vesturbyggðar, A og B-hluti 2,9 millj. kr. í rekstrarafgang. Skuldir hafa lækkað að raunvirði og tekjur sveitarfélagsins eru umtalsvert hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2013. Skuldahlutfall hefur lækkað og er nú 136%, en það var 144% í árslok 2012 og 174% í árslok 2011. Íbúum hefur fjölgað um tæp 2% milli ára.

    Langtímaskuldir hafa verið greiddar niður um 45 milljónir króna á síðasta ári sem er 35 milljónum krónum meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2013.

    Helstu lykiltölur úr ársreikningi samstæðu Vesturbyggðar:

    ? Niðurstaða rekstrar er jákvæð um 2,9 millj.kr. og skuldahlutfall nemur 136% í árslok 2013. Þetta hlutfall var 144% í árslok 2012.
    ? Bókfærðar heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins eru ívið hærri í árslok 2013 en í árslok 2012. Hækkun frá fyrra ári 18 millj. króna.
    ? Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2013 námu rekstrartekjur A og B-hluta 906 millj. kr. samanborið við 848 millj. kr. á árinu 2012. Hækkun milli ára nemur því 58 millj. kr.
    ? Rekstrargjöld A og B-hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir námu á árinu 2013 840 millj. kr. en voru 753 millj. kr. á árinu 2012. Hækkun frá fyrra ári 87 millj. kr.
    ? Í ársreikningi kemur fram að mismunur tekna og gjalda A-hluta er neikvæður um 15,3 millj. kr.
    ? Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir og Fasteignir Vesturbyggðar ehf. teljast til B-hluta sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða B-hluta í heild sinni er jákvæð um 18,2 millj. kr.
    ? Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B-hluta árið 2013 námu 64 millj. kr. en fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 74 millj. kr. árið 2012.
    ? Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri A og B-hluta 59 millj. kr. á árinu 2013 samanborið við 110 millj. kr. á árinu 2012. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A og B-hluta 81 millj. kr. samanborið við handbært fé frá rekstri 66 millj. kr. á árinu 2012.
    ? Neikvæðar fjárfestingarhreyfingar (innborganir umfram útborganir) á árinu 2013 í A og B-hluta námu17,9 millj. kr. samanborið við 0,4 millj. kr. jákvæðar fjárfestingarhreyfingar á árinu 2012.
    ? Afborganir langtímalána umfram lántökur námu 45 millj. kr. samanborið við afborganir umfram lántökur 105 millj. kr. árið áður.
    ? Handbært fé hækkaði um 18 millj. kr. á árinu og nam það 19,3 millj. kr. í árslok 2013.“
    Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2013 til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.

      Málsnúmer 1404074 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      14. HeilVest fundargerð stjórnar nr.96 og samþykktir um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Vestfjarða.

      Lögð fram ”Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Vestfjarða.“
      Til máls tóku: MÓH og bæjarstjóri.
      Samþykkt um umgengni og þrifnað utan húss á starfssvæði Heilbrigðisnefndar Vestfjarða samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 1402067 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fundargerðir til kynningar

        2. Bæjarstjórn - 269

        Fundargerðin lögð fram til kynningar.

          Málsnúmer 1402016F

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          13. Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps - 39

          Fundargerðin er í 1. tölulið.
          Til máls tók: Forseti.
          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

            Málsnúmer 1404014F

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fundargerðir til staðfestingar

            3. Bæjarráð - 700

            Fundargerðin er í 21. töluliðum.
            Til máls tóku: GE og bæjarstjóri.
            16. tölul.: Bæjarstjórn samþykkir reglur um afsláttarkjör til námsmanna með börn á leikskólum.
            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

              Málsnúmer 1403001F 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              4. Bæjarráð - 701

              Fundargerðin er í 2. töluliðum.
              Til máls tóku: GE, bæjarstjóri, AJ, ÁS og forseti.
              1.tölul.: GE lagði fram bókun: ”Bæjarfulltrúar Samstöðu lýsa ánægju sinni með frumkvæði fyrirtækja og atvinnumálanefndar í Tálknafirði með stofnun samtaka fyrirtækja í Tálknafirði og hvetja til þess að stofnað verði félag fyrirtækja í Vesturbyggð sem verði atvinnumálanefnd og sveitarfélaginu til ráðgjafar.“
              Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                Málsnúmer 1403007F 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                5. Bæjarráð - 702

                Fundargerðin er í 16. töluliðum.
                Til máls tóku: MÓH og forseti.
                Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                  Málsnúmer 1404001F 2

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  6. Bæjarráð - 703

                  Fundargerðin er í 22. töluliðum.
                  Til máls tóku: Forseti, AJ og MÓH.
                  3. tölul.: Lagt fram erindi frá Alþingi þar sem óskað er eftir umsögn um fjögurra ára samgönguáætlun, 2013-2016.
                  ”Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur áherslu á að framkvæmdum við Vestfjarðaveg 60 í Gufudalssveit verði hraðað og lausn á deilum um vegstæði verði leystar. Bæjarstjórn fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum við Dýrafjarðargöng og endurnýjun vegs um Dynjandisheiði. Bæjarstjórn Vesturbyggðar gerir athugasemd við að nýtt vegstæði út á Látrabjarg sé ekki í drögum að Samgönguáætlun en vegurinn þá leið er fjölfarinn af ferðamönnum og er hættulegur vegfarendum. Bæjarstjórn Vesturbyggðar skorar á Alþingi að bæta við fjármagni til viðhalds vega enda er stór hluti vegakerfis Vestfjarða enn malarvegir sem þurfa mikið viðhald. Bæjarstjórn ítrekar mikilvægi allra þessara samgönguframkvæmda fyrir samfélagið á Vestfjörðum. Mikil atvinnuuppbygging á sér nú stað á sunnanverðum Vestfjörðum og núverandi vegir þola ekki þá umferð sem um vegina fara í dag, hvað þá umferð sem verður þegar laxeldi verður komið í fulla framleiðslu. Í þessu sambandi er mikilvægi ferjunnar Baldurs ítrekað sem þarfnast endurnýjunar og flugvallarins á Bíldudal sem þarfnast lengingar. Eins er mikilvægt að skoða frekari almenningssamgöngur innan svæðis í tengslum við ferjusiglingar Baldurs og áætlunarflug á Bíldudal.
                  Bæjarstjórn Vesturbyggðar skorar á Alþingi Íslendinga að leggja frekara fjármagn til samgöngumála enda er of mörgum mikilvægum verkefnum ólokið.“
                  Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                    Málsnúmer 1404012F

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    7. Bæjarráð - 704

                    Fundargerðin er í 8. töluliðum.
                    Til máls tók: GE.
                    3.tölul.: GE lagði fram bókun: ”Með tilliti til framlagðs yfirlits um greiðslur til björgunarsveita og styrki á árunum 2010-2013 þarf að skoða við gerð fjárhagsáætlunar 2015 samræmi og jafnræði milli sveita með tilliti til umfangs þeirra og skil á skýrslum um starfssemi og ársreikninga.
                    7. tölul.: Liðnum er vísað til 13. liðar dagskrár.
                    Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                      Málsnúmer 1405001F 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      8. Skipulags- og byggingarnefnd - 187

                      Fundargerðin er í 8. töluliðum.
                      Til máls tóku: Forseti, ÁSG, GE og bæjarstjóri.
                      5. tölul.: Deiliskipulag ? iðnaðarsvæði nyrst á Bíldudal.
                      Þann 20. desember 2013 samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vegna iðnaðarsvæðis nyrst á Bíldudal. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2014 til 14. mars 2014. Frestur til að skila inn athugasemdum var til og með 14. mars 2014. Umsagir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Samgöngustofu og Veðurstofunni. Athugasemdir bárust frá húseigenda við Lönguhlíð á Bíldudal. Athugasemdirnar beinast helst að hljóð- og sjónmengun.

                      Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum og felur honum að koma á framfæri lagfæringum í greinagerð.

                      Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu samkvæmt 42. greinar skipulagslaga nr.123/2010.

                      Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                        Málsnúmer 1404007F

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        9. Fræðslunefnd - 99

                        Fundargerðin er í 1. tölulið.
                        Til máls tóku: Forseti, bæjarstjóri og GE.
                        Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                          Málsnúmer 1404010F

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          10. Atvinnumálanefnd - 87

                          Fundargerðin er í 2. töluliðum.
                          Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                            Málsnúmer 1403006F

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            11. Landbúnaðarnefnd - 23

                            Fundargerðin er í 6. töluliðum.
                            Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                              Málsnúmer 1404008F

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              12. Íþrótta- og æskulýðsnefnd - 61

                              Fundargerðin er í 5. töluliðum.
                              Til máls tóku: Forseti og ÁS.
                              1. tölul. Bæjarstjórn vísar tillögum um breytingar á skipan Ungmennaráðs til bæjarráðs.
                              Fundargerðin samþykkt samhljóða.

                                Málsnúmer 1404009F

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00