Hoppa yfir valmynd

Skipulags- og byggingarnefnd - 187

Málsnúmer 1404007F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. maí 2014 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 8. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, ÁSG, GE og bæjarstjóri.
5. tölul.: Deiliskipulag ? iðnaðarsvæði nyrst á Bíldudal.
Þann 20. desember 2013 samþykkti bæjarstjórn Vesturbyggðar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi vegna iðnaðarsvæðis nyrst á Bíldudal. Tillagan var auglýst frá 30. janúar 2014 til 14. mars 2014. Frestur til að skila inn athugasemdum var til og með 14. mars 2014. Umsagir bárust frá Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Samgöngustofu og Veðurstofunni. Athugasemdir bárust frá húseigenda við Lönguhlíð á Bíldudal. Athugasemdirnar beinast helst að hljóð- og sjónmengun.

Bæjarstjórn felur skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum og felur honum að koma á framfæri lagfæringum í greinagerð.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa hana til fullnaðarafgreiðslu samkvæmt 42. greinar skipulagslaga nr.123/2010.

Fundargerðin samþykkt samhljóða.