Hoppa yfir valmynd

Ársreikningur Vesturbyggðar 2013

Málsnúmer 1404074

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. maí 2014 – Bæjarstjórn

Lagður fram ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2013 ásamt sundurliðunarbók og skýrslu löggiltra endurskoðenda sveitarfélagsins til seinni umræðu.
Til máls tók: Forseti.
Bæjarstjórn endurtekur bókun sína frá 270. fundi 12. maí sl.:
”Niðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir árið 2013 er umfram væntingar og fjárhagsáætlun ársins 2013, og skilar samstæða Vesturbyggðar, A og B-hluti 2,9 millj. kr. í rekstrarafgang. Skuldir hafa lækkað að raunvirði og tekjur sveitarfélagsins eru umtalsvert hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2013.

Það hefur verið stefna núverandi bæjarstjórnar, allt þetta kjörtímabil að ná tökum á fjármálum sveitarfélagsins. Það hefur tekist. Skuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins við ársreikning 2010 voru kr. 1.474.156 í samanburði við kr 1.236.329 í lok árs 2013. Tekjur sveitarfélagsins hafa einnig vaxið úr 724 milljónum í 906 milljónir. Sveitarfélagið hefur verið rekið með jákvæðri rekstrarafkomu síðustu 3 ár og skuldaviðmið komið úr 178 % í 136%.
Aðalmarkmiðið er að auka tekjur sveitarfélagsins og halda í við útgjöld. Umsvif sveitarfélagsins hafa vaxið á undanförnum árum enda hefur verið töluverð fjölgun íbúa í sveitarfélaginu eða 7%, sem kallar á aukna þjónustu. Margt hefur verið gert en enn er fjölmörgum brýnum verkefnum ólokið, eins og gengur og gertist í rekstri sveitarfélaga.
Á kjörtímabilinu hefur bæjarstjórninni borið gæfa til að vinna vel saman að þeim viðfangsefnum legið hafa fyrir. Markmiðið hefur verið að bæta hag sveitarfélagsins og búsetuskilyrði íbúa. Átök hafa vikið fyrir góðri samvinnu um forgangsmál sveitarfélagsins.
Bæjarfulltrúar í Vesturbyggð þakka gott samstarf á síðustu 4 árum.

Helstu lykiltölur úr ársreikningi samstæðu Vesturbyggðar:

? Niðurstaða rekstrar er jákvæð um 2,9 millj.kr. og skuldahlutfall nemur 136% í árslok 2013. Þetta hlutfall var 144% í árslok 2012.
? Bókfærðar heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins eru ívið hærri í árslok 2013 en í árslok 2012. Hækkun frá fyrra ári 18 millj. króna.
? Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2013 námu rekstrartekjur A og B-hluta 906 millj. kr. samanborið við 848 millj. kr. á árinu 2012. Hækkun milli ára nemur því 58 millj. kr.
? Rekstrargjöld A og B-hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir námu á árinu 2013 840 millj. kr. en voru 753 millj. kr. á árinu 2012. Hækkun frá fyrra ári 87 millj. kr.
? Í ársreikningi kemur fram að mismunur tekna og gjalda A-hluta er neikvæður um 15,3 millj. kr.
? Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir og Fasteignir Vesturbyggðar ehf. teljast til B-hluta sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða B-hluta í heild sinni er jákvæð um 18,2 millj. kr.
? Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B-hluta árið 2013 námu 64 millj. kr. en fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 74 millj. kr. árið 2012.
? Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri A og B-hluta 59 millj. kr. á árinu 2013 samanborið við 110 millj. kr. á árinu 2012. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A og B-hluta 81 millj. kr. samanborið við handbært fé frá rekstri 66 millj. kr. á árinu 2012.
? Neikvæðar fjárfestingarhreyfingar (innborganir umfram útborganir) á árinu 2013 í A og B-hluta námu17,9 millj. kr. samanborið við 0,4 millj. kr. jákvæðar fjárfestingarhreyfingar á árinu 2012.
? Afborganir langtímalána umfram lántökur námu 45 millj. kr. samanborið við afborganir umfram lántökur 105 millj. kr. árið áður.
? Handbært fé hækkaði um 18 millj. kr. á árinu og nam það 19,3 millj. kr. í árslok 2013.“
Ársreikningur bæjarsjóðs Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2013 samþykktur samhljóða.




12. maí 2014 – Bæjarstjórn

Lagður fram til fyrri umræðu ársreikningur Vesturbyggðar og stofnana hans fyrir árið 2013 ásamt sundurliðunarbók og endurskoðunarskýrslu . Undir dagskrárliðnum voru endurskoðendur sveitarfélagsins Auðunn Guðjónsson, löggiltur endurskoðandi KPMG í fjarsambandi um Skype.
Til máls tóku: Bæjarstjóri, Auðunn Guðjónsson KPMG, MÓH, forseti, skrifstofustjóri og GE.
Bæjarstjórn lagði fram bókun: ”Niðurstaða ársreiknings Vesturbyggðar fyrir árið 2013 er umfram væntingar og fjárhagsáætlun ársins 2013, og skilar samstæða Vesturbyggðar, A og B-hluti 2,9 millj. kr. í rekstrarafgang. Skuldir hafa lækkað að raunvirði og tekjur sveitarfélagsins eru umtalsvert hærri en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2013. Skuldahlutfall hefur lækkað og er nú 136%, en það var 144% í árslok 2012 og 174% í árslok 2011. Íbúum hefur fjölgað um tæp 2% milli ára.

Langtímaskuldir hafa verið greiddar niður um 45 milljónir króna á síðasta ári sem er 35 milljónum krónum meira en gert var ráð fyrir í fjárhagsáætlun ársins 2013.

Helstu lykiltölur úr ársreikningi samstæðu Vesturbyggðar:

? Niðurstaða rekstrar er jákvæð um 2,9 millj.kr. og skuldahlutfall nemur 136% í árslok 2013. Þetta hlutfall var 144% í árslok 2012.
? Bókfærðar heildarskuldir og skuldbindingar sveitarfélagsins eru ívið hærri í árslok 2013 en í árslok 2012. Hækkun frá fyrra ári 18 millj. króna.
? Samkvæmt rekstrarreikningi ársins 2013 námu rekstrartekjur A og B-hluta 906 millj. kr. samanborið við 848 millj. kr. á árinu 2012. Hækkun milli ára nemur því 58 millj. kr.
? Rekstrargjöld A og B-hluta, þ.e. laun og launatengd gjöld, annar rekstrarkostnaður og afskriftir námu á árinu 2013 840 millj. kr. en voru 753 millj. kr. á árinu 2012. Hækkun frá fyrra ári 87 millj. kr.
? Í ársreikningi kemur fram að mismunur tekna og gjalda A-hluta er neikvæður um 15,3 millj. kr.
? Hafnarsjóður, Vatnsveita, Fráveita, Félagslegar íbúðir og Fasteignir Vesturbyggðar ehf. teljast til B-hluta sveitarfélagsins. Rekstrarniðurstaða B-hluta í heild sinni er jákvæð um 18,2 millj. kr.
? Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur A og B-hluta árið 2013 námu 64 millj. kr. en fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur voru 74 millj. kr. árið 2012.
? Samkvæmt sjóðstreymisyfirliti nam veltufé frá rekstri A og B-hluta 59 millj. kr. á árinu 2013 samanborið við 110 millj. kr. á árinu 2012. Að teknu tilliti til breytinga á rekstrartengdum eignum og skuldum nam handbært fé frá rekstri A og B-hluta 81 millj. kr. samanborið við handbært fé frá rekstri 66 millj. kr. á árinu 2012.
? Neikvæðar fjárfestingarhreyfingar (innborganir umfram útborganir) á árinu 2013 í A og B-hluta námu17,9 millj. kr. samanborið við 0,4 millj. kr. jákvæðar fjárfestingarhreyfingar á árinu 2012.
? Afborganir langtímalána umfram lántökur námu 45 millj. kr. samanborið við afborganir umfram lántökur 105 millj. kr. árið áður.
? Handbært fé hækkaði um 18 millj. kr. á árinu og nam það 19,3 millj. kr. í árslok 2013.“
Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að vísa ársreikningi 2013 til síðari umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar.