Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð - 703

Málsnúmer 1404012F

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. maí 2014 – Bæjarstjórn

Fundargerðin er í 22. töluliðum.
Til máls tóku: Forseti, AJ og MÓH.
3. tölul.: Lagt fram erindi frá Alþingi þar sem óskað er eftir umsögn um fjögurra ára samgönguáætlun, 2013-2016.
”Bæjarstjórn Vesturbyggðar leggur áherslu á að framkvæmdum við Vestfjarðaveg 60 í Gufudalssveit verði hraðað og lausn á deilum um vegstæði verði leystar. Bæjarstjórn fagnar fyrirhuguðum framkvæmdum við Dýrafjarðargöng og endurnýjun vegs um Dynjandisheiði. Bæjarstjórn Vesturbyggðar gerir athugasemd við að nýtt vegstæði út á Látrabjarg sé ekki í drögum að Samgönguáætlun en vegurinn þá leið er fjölfarinn af ferðamönnum og er hættulegur vegfarendum. Bæjarstjórn Vesturbyggðar skorar á Alþingi að bæta við fjármagni til viðhalds vega enda er stór hluti vegakerfis Vestfjarða enn malarvegir sem þurfa mikið viðhald. Bæjarstjórn ítrekar mikilvægi allra þessara samgönguframkvæmda fyrir samfélagið á Vestfjörðum. Mikil atvinnuuppbygging á sér nú stað á sunnanverðum Vestfjörðum og núverandi vegir þola ekki þá umferð sem um vegina fara í dag, hvað þá umferð sem verður þegar laxeldi verður komið í fulla framleiðslu. Í þessu sambandi er mikilvægi ferjunnar Baldurs ítrekað sem þarfnast endurnýjunar og flugvallarins á Bíldudal sem þarfnast lengingar. Eins er mikilvægt að skoða frekari almenningssamgöngur innan svæðis í tengslum við ferjusiglingar Baldurs og áætlunarflug á Bíldudal.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar skorar á Alþingi Íslendinga að leggja frekara fjármagn til samgöngumála enda er of mörgum mikilvægum verkefnum ólokið.“
Fundargerðin samþykkt samhljóða.