Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #759

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 22. mars 2016 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.

    Almenn erindi

    1. Vetrarþjónusta - Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.

    Lagt fram svar Vegagerðarinnar um vetrarþjónustu á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði. Vonir standa til að snjómokstur hefjist fyrir páska. Rætt um ástand vega á Hjallahálsi og Ódrjúgshálsi.
    Bæjarráð óskar eftir fundi með forsvarsmönnum Vegagerðarinnar á starfssvæði hennar á sunnanverðum Vestfjörðum.

      Málsnúmer 1603061

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Litla-Eyri - æðarvarp.

      Lagt fram bréf dags. 11. mars sl. ásamt fylgiskjölum frá Braga Þór Thoroddsen f.h. landeigenda Litlu-Eyrar, Bíldudal.
      Bæjarráð felur bæjarlögmanni að svara bréfritara.

        Málsnúmer 1601038 3

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Málefni Birkimelsskóla

        Lagt fram vinnuskjal Ingvars Sigurgeirssonar, skólaráðgjafa um kennslu barna á Barðaströnd skólaárið 2016-2017.
        Bæjarráð vísar skjalinu til fræðslu- og æskulýðsráðs til umfjöllunar.

          Málsnúmer 1602059 5

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Starfsmannamál - verkefnastjóri samfélagsuppbyggingar.

          Lagðar fram umsóknir um stöðu verkefnisstjóra samfélagsuppbygginar hjá Vesturbyggð. Fjórir sóttu um starfið en tveir drógu umsókn sína til baka:
          Gerður Björk Sveinssdóttir, MSc í viðskiptafræði, Patreksfirði.
          Helga Sveindís Helgadóttir, BA í bókmenntafræði, Reykjavík.
          Bæjarstjóri ásamt bæjarráði fóru yfir umsóknirnar og ræddi bæjarstjóri við umsækjendur. Er það mat bæjarráðs að Gerður Björk Sveinsdóttir uppfyllir best starfsskilyrði samkvæmt auglýsingu um starfið.
          Bæjarráð samþykkir að ráða Gerði Björk Sveinsdóttur í stöðu verkefnisstjóra samfélagsuppbyggingar.

            Málsnúmer 1603057

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Íbúar á Bíldudal - aðstaða á Læk fyrir fótaaðgerðarfræðing.

            Lagðir fram undirskriftarlistar með texta í haus: "Við undirrituð, eldri borgarar á Bíldudal, óskum eftir því að fótaaðgerðarfræðingur fái að hafa aðstöðu á Læk stöku sinnum."
            Bæjarráð samþykkir að fótaaðgerðarfræðingur fái aðstöðu á Læk til að sinna eldri borgurum.

              Málsnúmer 1603035

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. S.Hermannsson slf. - breytt notun Aðalstrætis 73, fyrirspurn.

              Lagt fram bréf frá Sigurpáli Hermannssyni f.h. S. Hermannsson slf varðandi skráningu og breytta notun á fasteigninni Aðalstræti 73, Patreksfirði.
              Bæjarráð vísar erindinu til skipulags- og umhverfisráðs til umfjöllunar.

                Málsnúmer 1603048 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Daníel Hansen - Sögulegar minjar og skjöl.

                Lagt fram bréf ódags. frá Daníel Hansen með þremur erindum um menningarmál.
                Bæjarráð tekur jákvætt í erindið vísar því til fræðslu- og æskulýðsráðs og atvinnu- og menningarráðs til umfjöllunar.

                  Málsnúmer 1603056 3

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. 10. bekkur Patreksskóla - styrkbeiðni, útskriftarferð 2016.

                  Lagt fram bréf dags. 28. febrúar sl. frá foreldrum og nemendum 10. bekkjar Patreksskóla með beiðni um styrk vegna útskriftarferðar að vori 2016.
                  Bæjarráð samþykkir 10.000 kr. styrk á nemanda vegna útskriftarferðarinnar. Kostnaður bókist á 04021-9990.

                    Málsnúmer 1603033

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    9. Íþróttafulltrúi á sunnanverðum Vestfjörðum - afnot af húsnæði í FHP, styrkbeiðni.

                    Lagt fram tölvubréf dags. 9. mars sl. frá íþróttafulltrúanum á sunnanverðum Vestfjörðum með beiðni um styrk til greiðslu á húsaleigu fyrir fund í félagsheimilinu Patreksfirði vegna farar nemenda á frjálsíþróttamót í Gautaborg í júní-júlí nk.
                    Bæjarráð samþykkir styrk til greiðslu húsaleigunnar vegna fundarins. Kostnaður bókist á 06089-9990.

                      Málsnúmer 1603039

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      10. Rekstur og fjárhagsstaða 2016.

                      Rætt um stöðu vinnunnar við gerð ársreiknings 2015. Gert er ráð fyrir að ársreikningurinn verði lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn annað hvort 6. eða 13. apríl nk.

                        Málsnúmer 1603003 12

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Til kynningar

                        11. Nefndarsvið Alþingis - beiðni um umsögn, mál nr. 354.

                        Lagt fram tölvubréf dags. 2. mars sl. frá allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um endurskoðun laga um lögheimili, 32. mál.
                        Lagt fram til kynningar.

                          Málsnúmer 1603038

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          12. Nefndarsvið Alþingis - beiðni um umsögn, mál nr. 352.

                          Lagt fram tölvubréf dags. 2. mars sl. frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um hæfisskilyrði leiðsögumanna, 275. mál.
                          Lagt fram til kynningar.

                            Málsnúmer 1603036

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            13. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis - beiðni um umsögn, mál nr. 32.

                            Lagt fram tölvubréf dags. 8. mars sl. frá velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um skilyrðislausa grunnframfærslu (borgaralaun), 354. mál.
                            Lagt fram til kynningar.

                              Málsnúmer 1603015

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              14. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis - beiðni um umsögn, mál nr. 275.

                              Lagt fram tölvubréf dags. 7. mars sl. frá velferðarnefnd Alþingis með beiðni um umsögn um tillögu til þingsályktunar um málefni aldraðra (réttur til sambúðar á stofnunum), 352. mál.
                              Lagt fram til kynningar.

                                Málsnúmer 1603014

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 11:00