Hoppa yfir valmynd

Rekstur og fjárhagsstaða 2016.

Málsnúmer 1603003

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

30. ágúst 2016 – Bæjarráð

Rætt um framkvæmdir við íþróttamiðstöðina á Bíldudal. Vinnuhópur um nýja viðbyggingu við Byltu var skipaður með þeim Elfari St. Karlssyni, forstm. tæknideildar, Þóri Sveinssyni, skrifstofustjóra og Magnúsi Jónssyni, bæjarfulltrúa.
Vinnuhópurinn leggur til að gengið verði til samninga við TV verk ehf um verkið.
Bæjarráð samþykkir tillöguna.




16. ágúst 2016 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit rekstrar fyrir fyrstu sex mánuði ársins, janúar-júní.
Lagt fram til kynningar.




12. júlí 2016 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit rekstrar fyrir fyrstu fimm mánuði ársins, janúar-maí.
Lagt fram til kynningar.
Rætt um gjaldskrá gatnagerðargjalda. Bæjarráð samþykkir að gefinn verði 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum á þegar tilbúnum lóðum vegna atvinnuhúsnæðis. Bæjarráð samþykkir að gefinn verði 75% afsláttur vegna bygginga á þegar tilbúnum íbúðarhúsalóðum, afslátturinn gildir fyrir íbúðarhúsnæði og byggingaleyfisskyldar viðbyggingar í Vesturbyggð. Afsláttarfyrirkomulagið gildir út kjörtímabilið þ.e. til 31. maí 2018.




7. júní 2016 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit rekstrar fyrir fyrstu fjóra mánuði ársins, janúar-apríl 2016.
Lagt fram til kynningar.




24. maí 2016 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit rekstrar fyrir 1. ársfjórðung, janúar-mars 2016.
Lagt fram til kynningar.




12. apríl 2016 – Bæjarráð

Lagður fram viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2016, 6 millj.kr. vegna kaupa og endurbóta á húsnæðinu Tjarnarbraut 3, Bíldudal.
Mættur til viðræðna við bæjarráð Elfar Steinn Karlsson, forstm. tæknideildar vegna upplýsingagjafar um framkvæmdir á komandi sumri.
Bæjarráð samþykkir viðauka 1 við fjárhagsáætlun 2016.




22. mars 2016 – Bæjarráð

Rætt um stöðu vinnunnar við gerð ársreiknings 2015. Gert er ráð fyrir að ársreikningurinn verði lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn annað hvort 6. eða 13. apríl nk.




8. mars 2016 – Bæjarráð

Rætt um stöðu vinnu að gerð ársreiknings 2015.
Að ósk Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. er samþykkt um lántöku á árinu 2016 lögð aftur fram þar sem hluti texta féll niður í fyrri bókun bæjarráðs og bæjarstjórnar:
Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir hér með að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að fjárhæð 374 millj.kr. til 20 ára, í samræmi við samþykkta skilmála lánveitingarinnar sem liggur fyrir fundinum. Til tryggingar láninu standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Er lánið tekið til að fjármagna hluta afborgana af lánum sveitarfélagsins hjá sjóðnum, eða 99 millj.kr., 186 millj.kr. til að fjármagna framkvæmdir við götur, 74 millj.kr. vegna framkvæmda og endurbóta á skólahúsnæði og íþróttahúsnæði og 15 millj.kr. vegna vatnsveitu- og fráveituframkvæmda, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra kt. 100674-3199 og Þóri Sveinssyni, skrifstofustjóra kt. 210253-2899 veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.
Lögð fram drög að breytingu á gjaldskrá fyrir leigu aðstöðu í Kaldbakshúsi/Straumneshúsi.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárbreytinguna.
Lagt fram kauptilboð í Stekka 21, fastanr. 212-4043.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við tilboðsgjafa.




13. september 2016 – Bæjarráð

Lagt fram yfirlit rekstrar fyrstu sjö mánuði ársins, janúar-júlí 2016.
Lagt fram til kynningar.




10. janúar 2017 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað dags. í desember sl. frá slökkviliðsstjóra varðandi eldvarnargeymslu í nýju bæjarskrifstofununum að Aðalstræti 75, Patreksfirði.
Bæjarráð vísar erindinu til forstöðumanns Eignarsjóðs.