Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #697

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 3. febrúar 2014 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Friðbjörg Matthíasdóttir var á Skype.

    Fundargerðir til kynningar

    1. Bæjarráð - 696

    Lögð fram til kynningar fundargerð bæjarráðs nr. 696.

      Málsnúmer 1401002F 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      6. MÍ fundargerð stjórnar nr. 134

      Lögð fram til kynningar fundargerð skólanefndar Menntaskólans á Ísafirði.

        Málsnúmer 1401058

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Almenn erindi

        2. Leikskólar Vesturbyggðar

        Lagt fram til kynningar minnisblað vegna sérkennslu frá leikskólastjórum.
        Rætt um húsnæðismál Leikskóla Vesturbyggðar og þróun á barnafjölda.

          Málsnúmer 1401068 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          3. Vinabæjarmót 2014

          Rætt um vinabæjarsamstarf Vesturbyggðar. Bæjarráð samþykkir móttöku vinbæja haustið 2014. Bæjarstjóra falið að undirbúa fjárhagsáætlun fyrir verkefnið og leggja fyrir næsta fund.

            Málsnúmer 1401067 3

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            4. Fjölgun gjalddaga vegna fasteignagjalda

            Lögð fram tillaga um fjölgun gjalddaga fasteignagjalda úr 8 í 9. Bæjarráð samþykkir fjölgun gjalddaga fasteignagjalda úr 8 í 9.

              Málsnúmer 1401066

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              5. Samningur um þjónustu byggingarfulltrúa

              Lagður fram samningur milli Verkís og Vesturbyggðar vegna þjónustu byggingarfulltrúa, Árna Traustasonar. Bæjarráð gerir nokkrar athugasemdir við samninginn. Staðfestingu frestað til næsta fundar.

                Málsnúmer 1401065 3

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Alþingi frumvarp til laga um útlendinga beiðni um umsögn mál nr.249

                Lagt fram til kynningar frumvarp til laga um útlendinga, mál nr. 249.

                  Málsnúmer 1401056

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  8. NKG verkefnalausnir styrkumsókn

                  Lögð fram styrkumsókn frá Nýsköpunarkeppni grunnskóla. Bæjarráð samþykkir 35 þúsund kr. styrk til keppninnar. Bæjarráð bendir skólastjórnendum á að hvetja nemendur Grunnskóla Vesturbyggðar til að taka þátt.

                    Málsnúmer 1401054

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    10. Umsókn um skólavist utan lögheimilis nemanda.

                    Erindi vísað frá 696. fundi bæjarráðs. Bæjarráð samþykkir umsókn um skólavist utan lögheimilis nemanda GK. Greiðslur skulu vera í samræmi við viðmiðunarreglur Sambands íslenskra sveitarfélaga um skólavist utan lögheimilis. Bæjarstjóra

                      Málsnúmer 1401009 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      11. Verndaráætlun Breiðafjarðar

                      Lögð fram til umsagnar frá Breiðafjarðarnefnd drög að Verndaráætlun Breiðafjarðar. Kynningarfundur var haldinn 11. janúar í fjarfundi þar sem farið var yfir drög að verndaráætlun með sveitarfélögum við Breiðafjörð.

                      Vesturbyggð fagnar tillögu að stækkun verndarsvæðis frá Önverðanesi að Bjargtöngum og telur mikilvægt að friðlýst svæði og þjóðgarðar séu hluti að verndarsvæði Breiðafjarðar en nú er unnið að stofnun þjóðgarðs á Látrabjargi.

                      Vesturbyggð gerir það hins vegar að tillögu sinni að Breiðafjarðarnefnd beiti sér fyrir því að unnið verði svæðisskipulag fyrir Breiðafjörð enda mikilvægt fyrir sveitarfélög við Breiðafjörð en ekki síður að unnin verði nýtingaráætlun fyrir Breiðafjörð, líka þeirri sem unnin hefur verið fyrir Arnarfjörð. Það skiptir miklu máli að hafa samræmdar reglur um uppbyggingu og nýting verndarsvæðisins og að sveitarfélögin við Breiðafjörð séu sammála um hvernig eigi að standa að nýtingu, uppbyggingu og vernd svæðisins.

                      Að öðru leyti gerir Vesturbyggð ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög að verndaráætlun Breiðafjarðar.

                        Málsnúmer 1401021 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        12. Safnamál

                        Heiðrún Eva Konráðsdóttir forstöðumaður MEÓ kom inn á fundinn.
                        Lögð fram til kynningar samantekt um minja-og menningarmiðstöðvar á landinu.

                          Málsnúmer 1401071

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          13. Ferðaþjónusta fatlaðs fólks í Vesturbyggð

                          Lagðir fram minnispunktar um ferðaþjónustu fatlaðs fólks í Vesturbyggð frá félagsmálastjóra.
                          Félagsmálastjóra og skrifstofustjóra falið að meta kostnað við útboð á akstri annars vegar og kaup á bifreið hins vegar.
                          Ákvörðun frestað til næsta fundar.

                            Málsnúmer 1401073 2

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            14. Styrkumsókn vegna búningsklefa við Laugarneslaug

                            Lögð fram styrkumsókn frá Ungmennfélaginu á Barðaströnd vegna uppsetningu á þjónustuhúsi við Laugarneslaug á Barðaströnd.
                            Bæjarráð óskar eftir nánari upplýsingar um málið.

                              Málsnúmer 1401072 2

                              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                              15. Framkvæmdaleyfi vegna ofanflóðavarna við Litla-Dalsá

                              Framkvæmdaleyfi fyrir flóðvarnir við Litlu Dalsá á Patreksfirði.
                              Ósk um framkvæmdaleyfi, erindi frá Vesturbyggð dagsett í janúar 2014.
                              Vísað til aukabæjarstjórnarfundar sem haldinn verður 6. febrúar 2014.

                                Málsnúmer 1402001 2

                                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                Til kynningar

                                9. Búnaðarsamband Vesturlands breyting á búfjáreftirliti

                                Lagt fram til kynningar bréf frá Búnaðarsambandi Vesturlands þar sem tilkynnt er um breytingu á fyrirkomulagi búfjáreftirlits en um áramót tóku gildi ný lög um dýravelferð sem kveða á um að MAST taki við búfjáreftirliti frá sveitarfélögunum. Bæjarráð Vesturbyggðar þakkar Búnaðarsambandi Vesturlands fyrir samstarfið.

                                  Málsnúmer 1401050

                                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00