Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdaleyfi vegna ofanflóðavarna við Litla-Dalsá

Málsnúmer 1402001

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

6. febrúar 2014 – Bæjarstjórn

Lögð fram skýrslan ”Framkvæmdaleyfi. Flóðvarnir við Litlu Dalsá ? greinargerð með framkvæmdaleyfi“ dags. í janúar 2014.
Til máls tók: Forseti.
Vesturbyggð óskaði með bréfi, dags. í janúar 2014, eftir framkvæmdaleyfi fyrir flóðvarnir við Litlu Dalsá, Patreksfirði. Fyrir fundinum lá greinargerð með framkvæmdaleyfi dagsett í janúar 2014 sem var unnin fyrir sveitarfélagið Vesturbyggð.
”Bæjarstjórn samþykkir hér með að veita Vesturbyggð framkvæmdaleyfi fyrir flóðvörnum við Litlu Dalsá eins og henni er lýst í framkvæmdaleyfis-umsókn. Bæjarstjóra er falið að auglýsa niðurstöðuna.“
Samþykkt samhljóða.
Framkvæmdaleyfi bæjarstjórnar er kæranlegt til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá því leyfið er auglýst.




3. febrúar 2014 – Bæjarráð

Framkvæmdaleyfi fyrir flóðvarnir við Litlu Dalsá á Patreksfirði.
Ósk um framkvæmdaleyfi, erindi frá Vesturbyggð dagsett í janúar 2014.
Vísað til aukabæjarstjórnarfundar sem haldinn verður 6. febrúar 2014.