Hoppa yfir valmynd

Bæjarstjórn #267

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 6. febrúar 2014 og hófst hann kl. 18:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Bæjarstjórn Vesturbyggðar kom saman til 267. fundar ?aukafundar-fimmtudaginn 6. febrúar 2014 kl. 18:00 í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði. Forseti bæjarstjórnar Friðbjörg Matthíasdóttir setti fundinn og kannaði hvort athugasemdir séu við fundarboðun. Svo var ekki.
    Fjarverandi

    Almenn erindi

    1. Framkvæmdaleyfi vegna ofanflóðavarna við Litla-Dalsá

    Lögð fram skýrslan ”Framkvæmdaleyfi. Flóðvarnir við Litlu Dalsá ? greinargerð með framkvæmdaleyfi“ dags. í janúar 2014.
    Til máls tók: Forseti.
    Vesturbyggð óskaði með bréfi, dags. í janúar 2014, eftir framkvæmdaleyfi fyrir flóðvarnir við Litlu Dalsá, Patreksfirði. Fyrir fundinum lá greinargerð með framkvæmdaleyfi dagsett í janúar 2014 sem var unnin fyrir sveitarfélagið Vesturbyggð.
    ”Bæjarstjórn samþykkir hér með að veita Vesturbyggð framkvæmdaleyfi fyrir flóðvörnum við Litlu Dalsá eins og henni er lýst í framkvæmdaleyfis-umsókn. Bæjarstjóra er falið að auglýsa niðurstöðuna.“
    Samþykkt samhljóða.
    Framkvæmdaleyfi bæjarstjórnar er kæranlegt til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og er kærufrestur einn mánuður frá því leyfið er auglýst.

      Málsnúmer 1402001 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00