Hoppa yfir valmynd

Verndaráætlun Breiðafjarðar

Málsnúmer 1401021

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

3. febrúar 2014 – Bæjarráð

Lögð fram til umsagnar frá Breiðafjarðarnefnd drög að Verndaráætlun Breiðafjarðar. Kynningarfundur var haldinn 11. janúar í fjarfundi þar sem farið var yfir drög að verndaráætlun með sveitarfélögum við Breiðafjörð.

Vesturbyggð fagnar tillögu að stækkun verndarsvæðis frá Önverðanesi að Bjargtöngum og telur mikilvægt að friðlýst svæði og þjóðgarðar séu hluti að verndarsvæði Breiðafjarðar en nú er unnið að stofnun þjóðgarðs á Látrabjargi.

Vesturbyggð gerir það hins vegar að tillögu sinni að Breiðafjarðarnefnd beiti sér fyrir því að unnið verði svæðisskipulag fyrir Breiðafjörð enda mikilvægt fyrir sveitarfélög við Breiðafjörð en ekki síður að unnin verði nýtingaráætlun fyrir Breiðafjörð, líka þeirri sem unnin hefur verið fyrir Arnarfjörð. Það skiptir miklu máli að hafa samræmdar reglur um uppbyggingu og nýting verndarsvæðisins og að sveitarfélögin við Breiðafjörð séu sammála um hvernig eigi að standa að nýtingu, uppbyggingu og vernd svæðisins.

Að öðru leyti gerir Vesturbyggð ekki athugasemd við fyrirliggjandi drög að verndaráætlun Breiðafjarðar.




12. janúar 2014 – Bæjarráð

Lögð fram frá Breiðafjarðarnefnd Verndaráætlun Breiðafjarðar. Kynningarfundur á Verndaráætluninni verður haldinn í fjarfundi 16. janúar nk. kl. 16.
Erindi frestað til næsta fundar.