Hoppa yfir valmynd

Umhverfis- og loftslagsráð #1

Fundur haldinn í ráðhúsi Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar, 20. júní 2024 og hófst hann kl. 16:00

Nefndarmenn
  • Freyja Ragnarsdóttir Pedersen (FRP) formaður
  • Guðmundur Björn Þórsson (GBÞ) aðalmaður
  • Jenný Lára Magnadóttir (JLM) varamaður
  • Jón Árnason (JÁ) aðalmaður
  • Jónas Snæbjörnsson (JS) aðalmaður
Starfsmenn
  • Geir Gestsson (GG) sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs
  • Lilja Magnúsdóttir (LM) ritari

Fundargerð ritaði
  • Lilja Magnúsdóttir ritari

Formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna. Formaður spurði hvort athugasemdir væru við fundarboð, svo var ekki og lýsti formaður fundinn lögmætan.
Guðrún Anna Finnbogadóttir boðaði forföll og sat Jenný Lára Magnadóttir fundinn í hennar stað.

Almenn erindi

1. Kosning varafomanns umhverfis- og loftslagsnefndar

Kosning varaformanns umhverfis- og loftslagsnefndar

Guðrún Anna Finnbogadóttir er tilnefnd sem varaformaður ráðsins.

Samþykkt samhljóða.

    Málsnúmer 2406095

    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


    2. Fastur fundartími umhverfis- og loftslagsnefndar

    Rætt um fastan fundartíma umhverfis- og loftslagsráðs

    Formaður leggur til fastan fundartíma ráðsins þriðja mánudag í mánuði kl. 15.00
    Formaður leggur til að fundarstaður verði færanlegur innan sveitarfélagsins til að eiga aukna möguleika til að kynna sér aðstæður á hverjum stað.

    Samþykkt samhljóða.

      Málsnúmer 2406096

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. Erindisbréf

      Erindisbréf umhverfis- og loftslagsnefndar, drög

      Kynnt erindisbréf umhverfis- og loftslagsráðs og það rætt. Formaður kemur með ábendingu um efni bréfsins um að rétt sé að umhverfis- og loftslagsráð hafi líka aðkomu að umfjöllum um umhverfismat varðandi framkvæmdir í sveitarfélaginu og málefni sem við koma náttúruverndarlögum og framkvæmd þeirra.

      Ábending formanns samþykkt samhljóða.

        Málsnúmer 2406027 7

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Svæðisáætlun um sorpmál

        Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum. Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri hjá Vestfjarðastofu kom inn á fundinn og kynnti stöðu málsins og skýrði framlögð gögn.

        Hjörleifur Finnsson kynnti stöðu málaflokksins og fór yfir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum ásamt drögum að stefnumótun og aðgerðaáætlun í tengslum við svæðisáætlunina.
        Drögin rædd og nefndarmenn munu kynna sér þau betur fyrir næsta fund ráðsins. Starfsmanni falið að deila opnu skjali til nefndarmanna til að halda utan um athugasemdir og þær verði ræddar á næsta fundi.

        Samþykkt samhljóða.

          Málsnúmer 2405096 3

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          Til kynningar

          5. Samþykktir sameinaðs sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar

          Samþykktir Sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar lagðar fram til kynningar.

          Lagt fram

            Málsnúmer 2406089 7

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Siðareglur kjörinna fulltrúa

            Siðareglur fyrir Sameinað sveitarfélag Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar fyrir kjörna fulltrúa.

            Lagt fram

              Málsnúmer 2406051 6

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:36