Hoppa yfir valmynd

Svæðisáætlun um sorpmál

Málsnúmer 2405096

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. júní 2024 – Umhverfis- og loftslagsráð

Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum. Hjörleifur Finnsson, verkefnastjóri hjá Vestfjarðastofu kom inn á fundinn og kynnti stöðu málsins og skýrði framlögð gögn.

Hjörleifur Finnsson kynnti stöðu málaflokksins og fór yfir svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum ásamt drögum að stefnumótun og aðgerðaáætlun í tengslum við svæðisáætlunina.
Drögin rædd og nefndarmenn munu kynna sér þau betur fyrir næsta fund ráðsins. Starfsmanni falið að deila opnu skjali til nefndarmanna til að halda utan um athugasemdir og þær verði ræddar á næsta fundi.

Samþykkt samhljóða.




15. júlí 2024 – Umhverfis- og loftslagsráð

Drög að svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum lögð fram til afgreiðslu ásamt drögum að samþykkt um meðhöndlun úrgangs á Vestfjörðum og aðgerðaáætlun.

Freyja Ragnarsdóttir Pedersen sendi inn athugasemdir við áætlunina og samþykkti fundurinn þær.
Umhverfis- og loftslagsráð gerir ekki frekari athugasemdir við drögin og vísar þeim áfram í vinnuferli hjá starfshópi sveitarfélaga á Vestfjörðum sem fundar 12. ágúst til að fara yfir þær ábendingar sem sveitarfélög hafa gert.

Samþykkt samhljóða.