Hoppa yfir valmynd

Hjúkrunarrými á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Patreksfirði

Málsnúmer 2406034

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. júní 2024 – Bæjarráð

Farið yfir stöðu mála vegna uppbyggingar hjúkrunarrýma við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði.

Arnheiður Jónsdóttir sviðsstjóri fjölskyldusvið sat fundinn undir liðunum.

Dagskrárliðurinn verður tekin fyrir að nýju á næsta fundi bæjarráðs.




23. júlí 2024 – Bæjarráð

Farið yfir stöðu mála vegna uppbyggingar hjúkrunarrýma við Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði.

Óskað hefur verið eftir upplýsingum frá ríkiseignum um hver staða verkefnisins er hjá þeim ásamt nýrri kostnaðar og tímaáætlun. Gert er ráð fyrir að næsti verkfundur verði haldinn í ágúst.




9. september 2024 – Fjölskylduráð

Bæjarstjóri upplýsir fjölskylduráð um stöðu verkefnisins. Fjölskylduráð leggur áherslu á að þrýst verði á stjórnvöld að koma verkefninu í framkvæmd þar sem gríðarleg þörf er fyrir úrbætur á aðstöðu vistmanna á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði.