Hoppa yfir valmynd

Vestfjarðavegur 60

Málsnúmer 1509014

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. október 2015 – Bæjarráð

Rætt um Vestfjarðaveg og tillögu að matsáætlun í kynningu.
Bæjarráð Vesturbyggðar hefur kynnt sér efni tillögu að umhverfismatsáætlun Vegagerðarinnar vegna Vestfjarðavegar (60) milli Bjarkalundar og Skálaness í Reykhólasveit. Það er mat bæjarráðs að tillagan taki á þeim þáttum er varða umhverfi, samfélag og atvinnulíf á áhrifasvæði framkvæmdarinnar. Bæjarráð Vesturbyggðar leggur til að tillaga að umhverfismati verði samþykkt óbreytt og ítrekar fyrri áskoranir að afgreiðslu verði hraðað eins og kostur er þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst.
Tillagan samþykkt og bæjarstjóra falið að senda bókunina til Skipulagsstofnunar.




8. september 2015 – Bæjarráð

Bæjarstjóri upplýsti að búið væri að bjóða bæjarfulltrúum til formlegrar víglslu á Vestfjarðavegi 60 við Mjóafjarðarbrú, föstudaginn 11. sept. Bæjarráð fagnar þessum mikilvæga áfanga í samgöngumálum svæðisins og því að nú fer brátt að sjá til lands í því að íbúar komist alla leið á bundnu slitlagi.

Innanríkisráðherra mun halda opinn samgöngufund í félagsheimili Patreksfjarðar laugardaginn 12. sept. kl. 10.30 og hvetur bæjarráð íbúa til að mæta á þann fund.