Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #744

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 14. október 2015 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri.

    Almenn erindi

    1. Fjárhagsáætlun 2016

    Mætt til viðræðna við bæjarráð forstöðumenn/deildarstjórar til að ræða beiðnir um sérgreind verkefni vegna fjárhagsáætlunar 2016:
    Nanna Sjöfn Pétursdóttir, skólastjóri.
    Helga Bjarnadóttir, leikskólastjóri.
    Hallveig Ingimarsdóttir, aðstoðarleikskólastjóri.
    Erlingur Óskarsson, forstöðumaður bókasafna.
    Elsa Reimarsdóttir, félagsmálastjóri.
    Arnheiður Jónsdóttir, félagsmálafulltrúi.

      Málsnúmer 1507059 13

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Vestfjarðavegur 60

      Rætt um Vestfjarðaveg og tillögu að matsáætlun í kynningu.
      Bæjarráð Vesturbyggðar hefur kynnt sér efni tillögu að umhverfismatsáætlun Vegagerðarinnar vegna Vestfjarðavegar (60) milli Bjarkalundar og Skálaness í Reykhólasveit. Það er mat bæjarráðs að tillagan taki á þeim þáttum er varða umhverfi, samfélag og atvinnulíf á áhrifasvæði framkvæmdarinnar. Bæjarráð Vesturbyggðar leggur til að tillaga að umhverfismati verði samþykkt óbreytt og ítrekar fyrri áskoranir að afgreiðslu verði hraðað eins og kostur er þannig að framkvæmdir geti hafist sem fyrst.
      Tillagan samþykkt og bæjarstjóra falið að senda bókunina til Skipulagsstofnunar.

        Málsnúmer 1509014 2

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00