Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #741

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 8. september 2015 og hófst hann kl. 08:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Þórir Sveinsson sat fundinn undir lið 1.

    Almenn erindi

    1. Akstur fatlaðra og aldraða

    Þórir Sveinsson kom inn á fundinn. Lagt fram minnisblað um Akstursþjónustu fyrir fatlaða og aldraða í Vesturbyggð frá Elsu Reimarsdóttur og Þóri Sveinssyni.
    Lagðir fram tveir kostir vegna aksturs fatlaðra og aldraðra:
    a. Leigja bifreið.
    b. Kaup á bifreið.

    Bæjarráð samþykkir að leita eftir bifreið til kaups.

      Málsnúmer 1507060 2

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      3. SÍS vegna fjármálaráðstefnu sveitarfélaga 24.sept.2015

      Lagðar fram frekari upplýsingar vegna Fjármálaráðstefnu sveitarfélaga.

        Málsnúmer 1509004

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        4. Sauðlauksdalur

        Lagt fram bréf frá Óskari Páli Óskarssyni fh. Ríkiseigna þar sem óskað er eftir umsögn vesturbyggðar á að stofnuð verði hófleg leigulóð umhverfis yngri prestsbústaðsins á jörðinni Sauðlauksdal.

        Bæjarráð tekur jákvætt í erindið en telur mikilvægt að hugað verði að hagsmunum Sauðlauksdalskirkju við undirbúning málsins.

          Málsnúmer 1409013 2

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          5. Flugmál í Vesturbyggð

          Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir viðræðum við flugfélagið Erni um að boðið verði upp á aukaflug einn dag í viku í samstarfi við stofnanir og atvinnufyrirtæki á starfssvæðinu. Með aukaflugi væri hægt að fljúga fram og til baka á sama degi og þannig væri betur hægt að þjóna atvinnulífi og stofnunum í ört vaxandi samfélagi.

            Málsnúmer 1509015

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            6. Vestfjarðavegur 60- vígsla Kjálkafjarðarbrúar og Mjóafjarðarbrúar.

            Bæjarstjóri upplýsti að búið væri að bjóða bæjarfulltrúum til formlegrar víglslu á Vestfjarðavegi 60 við Mjóafjarðarbrú, föstudaginn 11. sept. Bæjarráð fagnar þessum mikilvæga áfanga í samgöngumálum svæðisins og því að nú fer brátt að sjá til lands í því að íbúar komist alla leið á bundnu slitlagi.

            Innanríkisráðherra mun halda opinn samgöngufund í félagsheimili Patreksfjarðar laugardaginn 12. sept. kl. 10.30 og hvetur bæjarráð íbúa til að mæta á þann fund.

              Málsnúmer 1509014 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              Fundargerðir til kynningar

              2. Breiðafjarðarnefnd fundargerð stjórnar nr.146

              Lögð fam til kynningar fundargerð Breiðafjarðarnefndar.

                Málsnúmer 1509006

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:00