Hoppa yfir valmynd

Hjúkrunarheimili í Vestur-Barðastrandarsýslu

Málsnúmer 1501064

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

27. janúar 2015 – Vinnuhópur um hjúkrunarheimili

Talsvert efni hefur legið til grundvallar vinnu nefndarinnar varðandi mat á húsnæði Heilbrigðiststofnunar Vestfjarðar fyrir hjúkrunarheimili.
Niðurstaða nefndarinnar er sú að núverandi húsnæði sé óviðunandi sem hjúkrunarheimili. Því til grundvallar liggja eftirfarandi rök:
1. Húsnæðið uppfyllir ekki faglegar lágmarskröfur um húsnæði samkvæmt embætti landlæknis.
2. Húsnæðið og umhverfi þess getur ekki uppfyllt kröfur í samræmi við nútíma hugmyndafræði um t.d. útisvæði, einstaklingsrými, sameiginleg rými og vinnnuvistfræðilegar aðstæður. Auk þess sem það er neikvætt fyrir starfsemina að blanda saman hjúkrunar- og sjúkrarýmum.

Nefndin lítur svo á að nú liggi fyrir endanlegt mat hennar. Áframhaldandi vinna nefndarinnar verði því að ákvarðast af vilja samráðsnefndar.




2. febrúar 2016 – Bæjarráð

Rætt um hjúkrunarheimili á Patreksfirði.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir uppfærslu á kostnaðaráætlun á viðbyggingu við HSP og falast eftir fundi með fjármálaráðherra um uppbyggingu á hjúkrunarheimili á Patreksfirði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum.