Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #756

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 2. febrúar 2016 og hófst hann kl. 09:00

    Fundargerð ritaði
    • Þórir Sveinsson skrifstofustjóri

    Almenn erindi

    1. Lántökur 2016.

    Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkir hér með að taka 374 millj.kr. að láni frá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2016 til að fjármagna hluta afborgana af lánum sveitarfélagsins hjá sjóðnum, eða 99 millj.kr., 186 millj.kr. til að fjármagna framkvæmdir við götur, 74 millj.kr. vegna framkvæmda og endurbóta á skólahúsnæði og íþróttahúsnæði og 15 millj.kr. vegna vatnsveitu- og fráveituframkvæmda. Vísað til bæjarstjórnar til samþykktar.

      Málsnúmer 1601063

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Ferðamálastofa vegna breytinga á reglum um úthlutun styrkja úr Framkvæmdasjóði

      Lagt fram bréf dags. 18. janúar sl. frá Ferðamálastofu þar sem tilkynnt er um breytingu á starfsreglum Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða varðandi úthlutun styrkja úr sjóðnum.
      Lagt fram til kynningar.

        Málsnúmer 1601044

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Heilbrigðisgjald vegna sundlaugar á Barðaströnd

        Lagt fram tölvubréf dags. 26. janúar sl. frá Ungmennafélagi Barðstrendinga með ósk um styrk til greiðslu á heilbrigðiseftirlitsgjaldi 2015 vegna sundlaugarinnar á Barðaströnd.
        Bæjarráð samþykkir styrkveitingu að fjárhæð 71.120 kr.

          Málsnúmer 1601049

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. AtVest stöðugreining

          Lögð fram skýrslan "Stöðugreining Vesturbyggð" dags. í maí 2015 unnin af Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða.
          Lagt fram til kynningar.

            Málsnúmer 1601042

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Hjúkrunarheimili í Vestur-Barðastrandarsýslu

            Rætt um hjúkrunarheimili á Patreksfirði.
            Bæjarráð felur bæjarstjóra að óska eftir uppfærslu á kostnaðaráætlun á viðbyggingu við HSP og falast eftir fundi með fjármálaráðherra um uppbyggingu á hjúkrunarheimili á Patreksfirði samkvæmt fyrirliggjandi tillögum.

              Málsnúmer 1501064 2

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Tilnefning í samráðsvettvang Sóknaráætlunar

              Lagt fram tölvubréf til sveitarfélaga á Vestfjörðum dags. 15. janúar sl. frá Fjórðungssambandi Vestfirðinga með ósk um tilnefningu sveitarfélaga í verkefnanefnd Fjórðungssambands Vestfirðinga um verkefnið "Eftir gegnumumslátt".
              Bæjarráð tilnefnir bæjarstjóra sem fulltrúa sinn í verkefnanefndinni.

                Málsnúmer 1506017 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. NAVE fundargerð stjórnar nr.99

                Lögð fram fundargerð 99. fundar stjórnar Náttúrustofu Vestfjarða frá 12. janúar sl.
                Lagt fram til kynningar.

                  Málsnúmer 1602002

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 12:00