Hoppa yfir valmynd

Ráðstöfun á niðurgreiðslu vegna dagvistunar hjá dagforeldri.

Málsnúmer 1409019

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. september 2014 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Lilju Sigurðardóttur og Vénýju Guðmundsdóttur fh. foreldra ungra barna í Vesturbyggð þar sem skorað er á bæjarstjórn að leyfa foreldrum ungra barna sem ekki eru komin á leikskólaaldur að sækja um niðurgreiðslu vegna dagvistunar hjá dagforeldri og ráðstafa að eigin ósk.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir frekari gögnum um greiðslur til foreldra í öðrum sveitarfélögum.




26. maí 2015 – Bæjarráð

Lagt fram drög að reglum Vesturbyggðar um foreldragreiðslur vegna gæslu barns hjá öðrum en dagforeldrum.
Bæjarráð samþykkir drög að reglunum og vísar til bæjarstjórnar til samþykktar.




17. mars 2015 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 20. janúar sl. ásamt fylgiskjölum frá ungum foreldrum í Vesturbyggð varðandi niðurgreiðslu dagvistunar hjá dagforeldrum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að semja og leggja fram drög að reglum um umönnunargreiðslur til foreldra.