Hoppa yfir valmynd

Bæjarráð #711

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 16. september 2014 og hófst hann kl. 16:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Almenn erindi

    1. Auglýsing umsóknar um byggðakvóta fiskveiðiársins 2014/2015

    Lagt fram bréf frá Atvinnuvega-og nýsköpunarráðuneytinu þar sem auglýst er eftir umsóknum um byggðakvóta fiskveiðirársins 2014-2015. Bæjarstjóra falið að sækja um byggðakvóta fyrir Vesturbyggð.

      Málsnúmer 1409026

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Áhaldahús Patreksfirði 19.08.2014

      Lagt farm bréf frá Vinnueftirlitinu vegna áhaldahúss á Patreksfirði. Gerðar voru smávægilega athugasemdir við starfsmannarými. Forstöðumanni Tæknideildar falið að sjá um viðeigandi umbætur og vinna áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaðnum.

        Málsnúmer 1409016

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Byggðaráðstefna Patreksfirði 19. og 20. september 2014

        Lagt fram bréf frá Byggðastofnun þar sem auglýst er Byggðaráðtefna Íslands sem haldin verður á Patreksfirði 19.-20. september 2014. Bæjarráð hvetur íbúa til að mæta.

          Málsnúmer 1409022

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Eldvarnareftirlit Aðalstræti 55, skoðun nr. 37368 (mál nr. 14-3179)

          Lögð farm skýrsla um eldvarnareftirlit í Bröttuhlíð, Patreksfirði. Nokkrar athugasemdir voru lagðar fram. Nú þegar hefur verið auglýst útboð á viðhaldsframkvæmdum við Bröttuhlíð og er ráðgert að klára öll þau verkefni sem gerð er athugasemd við í þeim framkvæmdum. Áætluð verklok eru 1. júní 2015.

            Málsnúmer 1409017

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            5. Eldvarnareftirlit FHP, Aðalstræti 107 mál nr 14-1570 (skoðun nr. 37542)

            Lögð fram skýrsla um eldvarnareftirlit í FHP. Tillögur að útbótum verða lagðar fyrir fjárhasáætlunarvinnu 2015.

              Málsnúmer 1409025

              Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


              6. Fjóðrungss. Vestf - Boð á 59. Fjórðungsþing Vestf.

              Lagt fram boð á 59. Fjórðungsþing Vestfirðinga sem haldið verður á Þingeyri 3. og 4. október 2014.

                Málsnúmer 1407032 2

                Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                7. Fundarboð til ársfundar Náttúrustofu Vestfjarða

                Lagt fram fundarboð á ársfund Náttúrustofu Vestfjarða. Þórir Sveinsson, skrifstofustjóri Vesturbyggðar, verður fulltrúi Vesturbyggðar á fundinum.

                  Málsnúmer 1409012

                  Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                  9. Ráðstöfun á niðurgreiðslu vegna dagvistunar hjá dagforeldri.

                  Lagt fram erindi frá Lilju Sigurðardóttur og Vénýju Guðmundsdóttur fh. foreldra ungra barna í Vesturbyggð þar sem skorað er á bæjarstjórn að leyfa foreldrum ungra barna sem ekki eru komin á leikskólaaldur að sækja um niðurgreiðslu vegna dagvistunar hjá dagforeldri og ráðstafa að eigin ósk.

                  Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og óskar eftir frekari gögnum um greiðslur til foreldra í öðrum sveitarfélögum.

                    Málsnúmer 1409019 3

                    Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                    11. Sauðlauksdalur

                    Lagt fram erindi frá Fjármála-og efnahagsráðuneytinu vegna leigusamnings um ríkis-og eyðijörðina Sauðlauksdal. Bæjarstjóra falið að hafa samband við Fjármála og efnahagsráðuneytið vegna málsins. Ákvörðun frestað til næsta fundar.

                      Málsnúmer 1409013 2

                      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                      12. Vestfjarðavegur 60

                      Bæjarráð Vesturbyggðar harmar niðurstöðu Skipulagsstofnunar um að hafna beiðni Vegagerðarinnar um tillögu að matsáætlun vegna nýrrar veglínu Vestfjarðavegar 60 í Gufudalssveit. Mikil breytingar hafa verið gerðar á fyrri tillögum sbr. svokallaða B leið til þeirra tillagna sem Skipulagsstofnun tók nú afstöðu til.

                      Bæjarráð Vesturbyggðar hvetur Alþingi til að setja sérstök lög um lagningu vegar í Gufudalssveit.

                        Málsnúmer 1409053 2

                        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                        Fundargerðir til kynningar

                        8. Fundargerð heilbrigðsnefndar 29. ágúst 2014- 98. fudnur

                        Lögð fram til kynningar fundargerð heilbrigðisnefndar Vestfjarða nr. 98.

                          Málsnúmer 1409023

                          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                          Til kynningar

                          10. Reglugerð um starfsemi slökkviliða hjá Mannvirkjastofnun.

                          Lögð fram drög að reglugerð um starfsemi slökkviliða hjá Mannvirkjastofnun. Frestað til næsta fundar.

                            Málsnúmer 1409024

                            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


                            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 16:00