Hoppa yfir valmynd

Íþrótta- og æskulýðsnefnd #61

Fundur haldinn í Aðalstræti 63, Patreksfirði, 9. apríl 2014 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Elsa Reimarsdóttir Frístundafulltrúi

    Almenn erindi

    1. Ungmennaráð - tilnefningar

    Martyna Czubaj fulltrúi GV
    Sigurður Einar Símonarson fulltrúi GV
    Sigurður Einar er í 10. bekk og því þarf að velja inn annan fulltrúa fyrir hann þar sem nýskipað ráð mun starfa á næsta kjörtímabili.
    Enn vantar að tilnefna varamenn.
    Viktoría Líf Ingibergsdóttir fulltrú FSN
    Enn á eftir tilnefna tvo aðalfulltrúa, og þrjá til vara, þar sem annar þeirra sem til greina koma er yfir aldursmörkum. Nefndin telur mikilvægt að auka svigrúm til vals á fulltrúum í ráðið í ljósi fenginnar reynslu og gerir því eftirfarandi tillögu til breytingar á reglum um ungmennaráð:
    1. mgr. 2.gr. Fulltrúar skulu eiga lögheimili í Vesturbyggð og vera á aldrinum 13-25 árið sem kosið er.
    5. mgr. 2. gr. Þrír fulltrúar á aldrinum 16-25 ára, þar af að minnsta kosti einn frá FSN.
    2. mgr. 3. gr. Að skapa vettvang til þess að gera ungu fólki, 13-25 ára, kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við viðeigandi aðila.

      Málsnúmer 1404038

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. Hreystivöllur/hreystistöðvar

      Í kjölfar umræðu um heilsustöðvar/völl sem áður hefur verið til umfjöllunar hafa fulltrúar í íþrótta- og æskulýðsnefnd kynnt sér aðra valkosti. Sá valkostur sem til umfjöllunar er, er mun einfaldari og ódýrari í framkvæmd og nýtist breiðari aldurshópi. Slíkar stöðvar hafa mælst mjög vel fyrir t.d. í Hveragerði og á Hvolsvelli.
      Hreystistöðvar/heilsubraut er byggð upp á mismunandi stöðvum þar sem m.a. eru lagðar til æfingar og ýmist eru þar tæki eða leiðbeiningar. Hugmynd hefur komið fram um að nýta gönguleið í tengslum við snjóflóðavarnargarða til þess að setja upp slíka braut. Hugmynd er að leita til fyrirtækja varðandi stuðning við verkefnið og annarra styrkja verður leitað.

        Málsnúmer 1404039

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Sumarnámskeið

        Frístundafulltrúi lagði fram yfirlit yfir skipulag leikja- og íþróttanámskeiðs 2013 til kynningar. Áhugi er hjá íþróttafélaginu að skoða áframhaldandi samstarf á komandi sumri. Nefndin leggur til að farið verði í að skipuleggja slíkt námskeið og auglýsa eftir starfsmönnum.
        Lögð fram hugmynd að leiklistarnámskeiði á vegum Kómedíuleikhússins á starfstíma skóla eða helgarnámskeiðum í maí. Annars vegar er um að ræða fimm daga leiklistarnámskeið á skólatíma, þar væri skipt í tvo hópa, 1.-5. og 6.-10. bekkur ? tvær kennslustundir í senn. Hinn möguleikinn er að halda helgarnámskeið þar sem um sömu aldursskiptingu er að ræða, 3 tíma í senn. Fimm daga námskeiðið kostar kr. 100.000 en helgarnámskeið kr. 60.000. Námskeiðin yrðu haldin bæði á Bíldudal og á Patreksfirði

          Málsnúmer 1404040

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Laun í vinnuskóla

          Könnun hefur verið gerð á launum vinnuskóla í ýmsum sveitarfélögum og kemur Vesturbyggð vel út í þeim samanburði, bæði hvað varðar launataxta og vinnutímabil og þ.m. tekjumöguleika unglinganna. Lagt fram til kynningar.

            Málsnúmer 1404041 2

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 00:00