Hoppa yfir valmynd

Hreystivöllur/hreystistöðvar

Málsnúmer 1404039

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

9. apríl 2014 – Íþrótta- og æskulýðsnefnd

Í kjölfar umræðu um heilsustöðvar/völl sem áður hefur verið til umfjöllunar hafa fulltrúar í íþrótta- og æskulýðsnefnd kynnt sér aðra valkosti. Sá valkostur sem til umfjöllunar er, er mun einfaldari og ódýrari í framkvæmd og nýtist breiðari aldurshópi. Slíkar stöðvar hafa mælst mjög vel fyrir t.d. í Hveragerði og á Hvolsvelli.
Hreystistöðvar/heilsubraut er byggð upp á mismunandi stöðvum þar sem m.a. eru lagðar til æfingar og ýmist eru þar tæki eða leiðbeiningar. Hugmynd hefur komið fram um að nýta gönguleið í tengslum við snjóflóðavarnargarða til þess að setja upp slíka braut. Hugmynd er að leita til fyrirtækja varðandi stuðning við verkefnið og annarra styrkja verður leitað.