Hoppa yfir valmynd

Fræðslunefnd #94

Fundur haldinn í fundarsal bæjarstjórnar að Aðalstræti 63, Patreksfirði, 22. ágúst 2013 og hófst hann kl. 17:00

    Fundargerð ritaði
    • Ásthildur Sturludóttir bæjarstjóri

    Elfar Steinn Karlsson kom inn á fundinn undir 1. lið.

    Almenn erindi

    1. Öryggi barna í Patreksskóla vegna varnarmannvirkja

    Elfar Steinn Karlsson byggingartæknifræðingur hjá Verkís kom inn á fundinn og kynnti framkvæmd varnarmannvirkis ofan Patreksskóla.
    Fræðslunefnd óskar eftir að Verkís, eftirlitsaðili verksins, kanni hjá hönnuðum með tilliti til nálægðar við skóla:
    1. Hvort hæð girðingar á varnargarði sé næg?
    2. Hvort halli varnargarðs gefi tilefni til sérstakra varúðarráðstafana, hlémegin við garðinn.
    Elfar Steinn mun kynna niðurstöður fyrir nefndinni þegar þær liggja fyrir.

      Málsnúmer 1308047

      Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


      2. GV: Staða í upphafi skólaárs

      Skólastjóri kynnti stöðu í upphafi skólaárs í Grunnskólum Vesturbyggðar.
      Í Grunnskólum Vesturbyggðar eru 110 nemendur í þremur deildum.
      í öllum þremur deildunum starfa15 grunnskólakennarar og 5 leiðbeinendur og 8 aðrir starfsmenn
      Kennsla hefst 26. ágúst í öllum deildum.
      Grunnskóli Vesturbyggðar fylgir Uppbyggingarstefnunni: "Uppeldi til ábyrgðar".
      Mötuneyti hefst 2. september og lengd viðvera í Patreksskóla sömuleiðis 2. september.

        Málsnúmer 1308048

        Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


        3. Skólaakstur - kynning á fyrirkomulagi

        Bæjarstjóri kynnti fyrirkomulag og stöðu skólaaksturs.

          Málsnúmer 1308049

          Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


          4. Kynning á bæklingi fyrir foreldra yngstu nemenda Grunnskóla Vesturbyggðar

          Skólastjóri kynnti bækling fyrir foreldra yngstu nemenda Grunnskóla Vesturbyggðar um upphaf skólagöngu.

            Málsnúmer 1308051

            Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.


            Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00