Hoppa yfir valmynd

Öryggi barna í Patreksskóla vegna varnarmannvirkja

Málsnúmer 1308047

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. ágúst 2013 – Fræðslunefnd

Elfar Steinn Karlsson byggingartæknifræðingur hjá Verkís kom inn á fundinn og kynnti framkvæmd varnarmannvirkis ofan Patreksskóla.
Fræðslunefnd óskar eftir að Verkís, eftirlitsaðili verksins, kanni hjá hönnuðum með tilliti til nálægðar við skóla:
1. Hvort hæð girðingar á varnargarði sé næg?
2. Hvort halli varnargarðs gefi tilefni til sérstakra varúðarráðstafana, hlémegin við garðinn.
Elfar Steinn mun kynna niðurstöður fyrir nefndinni þegar þær liggja fyrir.